Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Máni Snær Þorláksson og Eiður Þór Árnason skrifa 8. júlí 2023 10:38 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa óskað eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, er mikilvægt að upplýsingar um söluþóknanirnar komi fram áður en hluthafafundur bankans er haldinn 28. júlí næstkomandi. Upplýsingarnar varða hluta söluþóknunar til Íslandsbanka sem Bankasýslan hélt eftir þegar ákveðið var að rannsaka söluna. „Þeir sögðu að þeir myndu mögulega ekki greiða söluþóknunina upp í topp ef bankinn var ekki að gera allt upp á tíu, sem kom auðvitað upp á daginn,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg sendi því póst á Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefnar, fyrir nokkrum dögum þar sem hún óskaði eftir þessum upplýsingum. Salan á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hefur verið mikið til umræðu síðust vikur, einkum eftir að Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin í söluferlinu. Vísir/Vilhelm Í póstinum óskaði Þorbjörg eftir því að fjárlaganefnd myndi fá upplýsingar um heildargreiðslu söluþóknana vegna útboðsins í Íslandsbanka, skipt niður á söluaðila. Þá óskaði hún eftir því að nefndin myndi fá upplýsingar um eftirstæðan hluta, skipt niður á einstaka söluaðila. Þá vill hún fá að vita hvort búið væri að taka ákvörðun um það hvort Bankasýslan muni greiða Íslandsbanka það sem eftir stóð af greiðslunni. „Hve há var sú greiðsla og hversu hátt hlutfall af heildargreiðslunni til bankans? Eru eftirstæðar greiðslur til annarra söluaðila og hversu miklar ef svo er?“ Að lokum vill hún fá að vita hvort það séu eftirstæðar greiðslur til annara söluaðila og ef svo er, hversu miklar þær séu. Skipti máli að fá þessar upplýsingar sem fyrst Þorbjörg segir þetta skipta máli því ríkið sé að borga þetta. „Þetta eru alveg upphæðir,“ segir hún. „Ætlar Bankasýslan að borga þessa söluþóknun upp í topp eða ætla þeir að halda eftir þessum hluta?“ En svo virðist vera sem Þorbjörg fái ekki svör við þessum spurningum strax: „Núna er formaður nefndarinnar að segja að hún ætli ekki að kalla eftir þessum upplýsingum fyrr en þingið kemur saman í september. Þannig formaður fjárlaganefndar getur ekki sent þennan tölvupóst fyrir hönd nefndarinnar fyrr en í september.“ Bjarkey segir í samtali við fréttastofu að gert sé ráð fyrir að þing- og nefndarfundir hefjist aftur í ágúst og málið verði tekið fyrir þá. Það gengur ekki upp að mati Þorbjargar sem hefur áhyggjur af því að það verði of seint að fá upplýsingarnar. „Þetta hefur þýðingu núna. Hluthafafundurinn er í lok þessa mánaðar. Það á að senda Bankasýsluna fyrir hönd ríkisins inn í Íslandsbanka. Þetta eru mikilvægar upplýsingar núna.“ Þorbjörg segir að vinnureglan í nefndinni hafi verið sú að það þurfi þrír aðilar að taka undir með beiðni sem þessari svo hún fari út. Hún segir að það sé þannig, allir fulltrúar minnihlutans í nefndinni séu búnir að taka undir. „Þetta er algjörlega á skjön við verklagið eins og það hefur verið,“ segir hún. Svörin frá nefndarsviði séu skýr Bjarkey hafnar því í samtali við fréttastofu að hún sé með þessu að fara á skjön við verklag og segir ekki nóg fyrir nefndarmenn að senda tölvupóst á formann. Verklagið sé á þann hátt að halda þurfi nefndarfund þar málið sé borið upp og aðrir nefndarmenn taka undir beiðnina með formlegum hætti. Ef hún myndi óska eftir umræddum upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins áður en málið hafi verið tekið fyrir á fundi þá sé þeim ekki skylt að svara erindinu. Þetta segist Bjarkey byggja á upplýsingum frá nefndarsviði Alþingis. Þá sé einungis mælst til þess að boðað sé til aukanefndarfundar á meðan þingið er í fríi ef brýna nauðsyn beri til, meðal annars þar sem þá þurfi að kalla starfsmenn til vinnu úr sumarleyfi. Þorbjörg sakar stjórnarflokkana um að halda aftur af upplýsingum um bankasöluna. „Mér finnst þetta kannski sýna að Vinstri græn og ríkisstjórnarflokkarnir eru bara farin á taugum í þessu máli. Þau eru farin að vinna og haga sér á skjön við praxís. Núna eru þau farin að neita þingmönnum um upplýsingar um þessa bankasýslu.“ Bjarkey hafnar þessu og áréttar að þessi mál verði tekin fyrir á næsta fundi líkt og vinnureglur geri ráð fyrir. Þá minnir hún á að málinu sé almennt ekki lokið og salan á hlutum í Íslandsbanka sé áfram til rannsóknar. Fram hefur komið að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi ekki lokið rannsókn sinni á öllum söluaðilum í söluútboði Íslandsbanka. Salan á Íslandsbanka Vinstri græn Viðreisn Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa óskað eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, er mikilvægt að upplýsingar um söluþóknanirnar komi fram áður en hluthafafundur bankans er haldinn 28. júlí næstkomandi. Upplýsingarnar varða hluta söluþóknunar til Íslandsbanka sem Bankasýslan hélt eftir þegar ákveðið var að rannsaka söluna. „Þeir sögðu að þeir myndu mögulega ekki greiða söluþóknunina upp í topp ef bankinn var ekki að gera allt upp á tíu, sem kom auðvitað upp á daginn,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg sendi því póst á Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefnar, fyrir nokkrum dögum þar sem hún óskaði eftir þessum upplýsingum. Salan á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hefur verið mikið til umræðu síðust vikur, einkum eftir að Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin í söluferlinu. Vísir/Vilhelm Í póstinum óskaði Þorbjörg eftir því að fjárlaganefnd myndi fá upplýsingar um heildargreiðslu söluþóknana vegna útboðsins í Íslandsbanka, skipt niður á söluaðila. Þá óskaði hún eftir því að nefndin myndi fá upplýsingar um eftirstæðan hluta, skipt niður á einstaka söluaðila. Þá vill hún fá að vita hvort búið væri að taka ákvörðun um það hvort Bankasýslan muni greiða Íslandsbanka það sem eftir stóð af greiðslunni. „Hve há var sú greiðsla og hversu hátt hlutfall af heildargreiðslunni til bankans? Eru eftirstæðar greiðslur til annarra söluaðila og hversu miklar ef svo er?“ Að lokum vill hún fá að vita hvort það séu eftirstæðar greiðslur til annara söluaðila og ef svo er, hversu miklar þær séu. Skipti máli að fá þessar upplýsingar sem fyrst Þorbjörg segir þetta skipta máli því ríkið sé að borga þetta. „Þetta eru alveg upphæðir,“ segir hún. „Ætlar Bankasýslan að borga þessa söluþóknun upp í topp eða ætla þeir að halda eftir þessum hluta?“ En svo virðist vera sem Þorbjörg fái ekki svör við þessum spurningum strax: „Núna er formaður nefndarinnar að segja að hún ætli ekki að kalla eftir þessum upplýsingum fyrr en þingið kemur saman í september. Þannig formaður fjárlaganefndar getur ekki sent þennan tölvupóst fyrir hönd nefndarinnar fyrr en í september.“ Bjarkey segir í samtali við fréttastofu að gert sé ráð fyrir að þing- og nefndarfundir hefjist aftur í ágúst og málið verði tekið fyrir þá. Það gengur ekki upp að mati Þorbjargar sem hefur áhyggjur af því að það verði of seint að fá upplýsingarnar. „Þetta hefur þýðingu núna. Hluthafafundurinn er í lok þessa mánaðar. Það á að senda Bankasýsluna fyrir hönd ríkisins inn í Íslandsbanka. Þetta eru mikilvægar upplýsingar núna.“ Þorbjörg segir að vinnureglan í nefndinni hafi verið sú að það þurfi þrír aðilar að taka undir með beiðni sem þessari svo hún fari út. Hún segir að það sé þannig, allir fulltrúar minnihlutans í nefndinni séu búnir að taka undir. „Þetta er algjörlega á skjön við verklagið eins og það hefur verið,“ segir hún. Svörin frá nefndarsviði séu skýr Bjarkey hafnar því í samtali við fréttastofu að hún sé með þessu að fara á skjön við verklag og segir ekki nóg fyrir nefndarmenn að senda tölvupóst á formann. Verklagið sé á þann hátt að halda þurfi nefndarfund þar málið sé borið upp og aðrir nefndarmenn taka undir beiðnina með formlegum hætti. Ef hún myndi óska eftir umræddum upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins áður en málið hafi verið tekið fyrir á fundi þá sé þeim ekki skylt að svara erindinu. Þetta segist Bjarkey byggja á upplýsingum frá nefndarsviði Alþingis. Þá sé einungis mælst til þess að boðað sé til aukanefndarfundar á meðan þingið er í fríi ef brýna nauðsyn beri til, meðal annars þar sem þá þurfi að kalla starfsmenn til vinnu úr sumarleyfi. Þorbjörg sakar stjórnarflokkana um að halda aftur af upplýsingum um bankasöluna. „Mér finnst þetta kannski sýna að Vinstri græn og ríkisstjórnarflokkarnir eru bara farin á taugum í þessu máli. Þau eru farin að vinna og haga sér á skjön við praxís. Núna eru þau farin að neita þingmönnum um upplýsingar um þessa bankasýslu.“ Bjarkey hafnar þessu og áréttar að þessi mál verði tekin fyrir á næsta fundi líkt og vinnureglur geri ráð fyrir. Þá minnir hún á að málinu sé almennt ekki lokið og salan á hlutum í Íslandsbanka sé áfram til rannsóknar. Fram hefur komið að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi ekki lokið rannsókn sinni á öllum söluaðilum í söluútboði Íslandsbanka.
Salan á Íslandsbanka Vinstri græn Viðreisn Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira