Mikill fjöldi fólks er í bænum þessa dagana í tengslum við N1-mót drengja og Pollamótið en báðum fótboltamótum lýkur í dag.
„Það eru nokkuð margar bifreiðar sem hafa verið skemmdar og málin eru í rannsókn,“ segir Inga María Warén, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, í samtali við fréttastofu.
„Á heildina litið er þetta mikið tjón en þetta eru bara skrámur á einni og einni bifreið.“
Að sögn Vikublaðsins er talið að um tíu þúsund manns séu á Akureyri í tengslum við N1-mótið og þá séu 66 lið karla og kvenna skráð til leiks á Pollamótinu. Veðrið hefur leikið við gesti og íbúa Akureyrar á þessum lokadegi mótanna og hiti náð allt að 23 gráðum.