„Hvort að ég sé rétti maðurinn er annarra að ákveða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2023 17:00 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega niðurlútur eftir 3-0 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals í sólinni á Selfossi í dag. „Það er bara mjög þungt yfir okkur og þetta var náttúrulega ekki það sem við ætluðum okkur,“ sagði Björn að leik loknum. „Við erum búin að vera að reyna að einfalda hlutina og reyna að þétta raðirnar og læra að vinna í lægri blokkum, en við erum bara ótrúlega brothætt sem lið. Það má lítið út af bregða til þess að við missum trúna á því sem við erum að gera.“ „Þessi pása sem er framundan er kærkomin. Auðvitað hefði verið betra að fara inn í hana með stig eða þrjú, en við þurfum virkilega að skoða innri mótiveringu hvers og eins í því sem við erum að gera. Mér finnst eins og þessi leikur sé ekkert að öllu leyti ömurlegur hjá okkur, en það er bara ákveðin uppgjöf í ákveðnum stöðum og það er bara eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur.“ Selfyssingum tókst að halda Íslandsmeisturum Vals í skefjum í tæpar tuttugu mínútur í dag, en fengu þá á sig tvö mörk með mjög stuttu millibili. „Eins og ég segi þá erum við brothætt og þegar við fáum fyrsta markið á okkur þá kemur ákveðið panikk í það sem við erum að gera finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega klaufalegt annað markið og það eiginlega drepur þennan leik.“ „Þriðja markið, þá finnst mér minn leikmaður vera að hreinsa boltann og það er hlaupið inn í hana. Boltinn fer út úr teignum í hreinsuninni og ég veit ekki hvort þetta sé brot eða ekki en dómarinn tekur þessa ákvörðun. En það hefur ekki nein úrslitaáhrif á þennan leik, en það er strax skárra að vera 2-0 undir heldur en 3-0 til að reyna að elta eitthvað. Það klárar þennan leik algjörlega.“ Þá segir Björn að það sé ansi margt sem hann og hans lið þarf að skoða og bæta í pásunni sem framundan er til að snúa genginu við. „Það er ýmislegt. Við þurfum fyrst og fremst að geta varið markið okkar betur en við höfum gert og það á bæði við í opnum leik og föstum leikatriðum. Við höfum verið klaufar í föstum leikatriðum á þessu tímabili á meðan við fengum bara hreinlega engin mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þannig þetta er stór afturför hvað það varðar.“ „Í opnum leik erum við svo bara að opna okkur of auðveldlega og það vantar bara svolítið upp á vinnusemina inni á miðju vallarins. Það þarf að hlaupa og styrkja sig og vera tilbúinn að berjast fyrir félagana og fyrir liðið sitt.“ Nú þegar tuttugu daga pása er framundan situr Selfoss á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf umferðir. Einhverjir hafa velt fyrir sér stöðu Björns og hvort breytingar séu í vændum hjá Selfyssingum, en sjálfur segist hann hugsa sem minnst um það hvort hann sé öruggur í starfi. „Ég pæli sem minnst í því. Ég er bara að reyna að laga það sem þarf að laga í mínu liði og það er bara einhver annar sem þarf að svara fyrir það.“ „Það væri ekkert óeðlilegt að íhuga það í ljósi þess hvernig þetta er búið að þróast hjá okkur frá síðasta ári, en það eru hins vegar margir þættir sem spila inn í. Það má ekki gleyma því að við missum út fjóra leiðtoga í útlendingunum sem við vorum með í fyrra. Við missum Mögdu og Önnu Maríu út úr liðinu sem voru miklir leiðtogar líka og svo í kjölfarið tökum við inn þrjá útlendinga og tvær af þeim hverfa á braut. Þetta eru áföll sem við höfum ekki náð að vinna okkur almennilega út úr og það þarf að búa til meiri frekjuskap og leiðtoga í þessum stelpum sem eru hérna fyrir. Það er bara eitthvað sem þarf að gerast.“ „Hvort að ég sé rétti maðurinn í það er bara annarra að ákveða. En ég veit að okkur í þessu liði líður vel saman þó svo að leikdagarnir séu ekki alltaf þeir bestu eftir leiki. Við komum alltaf vel mótiveruð inn í þetta og æfingavikurnar eru bara yfirleitt mjög góðar og mjög góður andi í hópnum hjá okkur.“ „Ég held að þessi pása verði mikilvæg fyrir okkur. Við tökum okkur vikufrí núna og svo tökum við tvær vikur á fullu og mætum fersk til leiks eftir hana,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Það er bara mjög þungt yfir okkur og þetta var náttúrulega ekki það sem við ætluðum okkur,“ sagði Björn að leik loknum. „Við erum búin að vera að reyna að einfalda hlutina og reyna að þétta raðirnar og læra að vinna í lægri blokkum, en við erum bara ótrúlega brothætt sem lið. Það má lítið út af bregða til þess að við missum trúna á því sem við erum að gera.“ „Þessi pása sem er framundan er kærkomin. Auðvitað hefði verið betra að fara inn í hana með stig eða þrjú, en við þurfum virkilega að skoða innri mótiveringu hvers og eins í því sem við erum að gera. Mér finnst eins og þessi leikur sé ekkert að öllu leyti ömurlegur hjá okkur, en það er bara ákveðin uppgjöf í ákveðnum stöðum og það er bara eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur.“ Selfyssingum tókst að halda Íslandsmeisturum Vals í skefjum í tæpar tuttugu mínútur í dag, en fengu þá á sig tvö mörk með mjög stuttu millibili. „Eins og ég segi þá erum við brothætt og þegar við fáum fyrsta markið á okkur þá kemur ákveðið panikk í það sem við erum að gera finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega klaufalegt annað markið og það eiginlega drepur þennan leik.“ „Þriðja markið, þá finnst mér minn leikmaður vera að hreinsa boltann og það er hlaupið inn í hana. Boltinn fer út úr teignum í hreinsuninni og ég veit ekki hvort þetta sé brot eða ekki en dómarinn tekur þessa ákvörðun. En það hefur ekki nein úrslitaáhrif á þennan leik, en það er strax skárra að vera 2-0 undir heldur en 3-0 til að reyna að elta eitthvað. Það klárar þennan leik algjörlega.“ Þá segir Björn að það sé ansi margt sem hann og hans lið þarf að skoða og bæta í pásunni sem framundan er til að snúa genginu við. „Það er ýmislegt. Við þurfum fyrst og fremst að geta varið markið okkar betur en við höfum gert og það á bæði við í opnum leik og föstum leikatriðum. Við höfum verið klaufar í föstum leikatriðum á þessu tímabili á meðan við fengum bara hreinlega engin mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þannig þetta er stór afturför hvað það varðar.“ „Í opnum leik erum við svo bara að opna okkur of auðveldlega og það vantar bara svolítið upp á vinnusemina inni á miðju vallarins. Það þarf að hlaupa og styrkja sig og vera tilbúinn að berjast fyrir félagana og fyrir liðið sitt.“ Nú þegar tuttugu daga pása er framundan situr Selfoss á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf umferðir. Einhverjir hafa velt fyrir sér stöðu Björns og hvort breytingar séu í vændum hjá Selfyssingum, en sjálfur segist hann hugsa sem minnst um það hvort hann sé öruggur í starfi. „Ég pæli sem minnst í því. Ég er bara að reyna að laga það sem þarf að laga í mínu liði og það er bara einhver annar sem þarf að svara fyrir það.“ „Það væri ekkert óeðlilegt að íhuga það í ljósi þess hvernig þetta er búið að þróast hjá okkur frá síðasta ári, en það eru hins vegar margir þættir sem spila inn í. Það má ekki gleyma því að við missum út fjóra leiðtoga í útlendingunum sem við vorum með í fyrra. Við missum Mögdu og Önnu Maríu út úr liðinu sem voru miklir leiðtogar líka og svo í kjölfarið tökum við inn þrjá útlendinga og tvær af þeim hverfa á braut. Þetta eru áföll sem við höfum ekki náð að vinna okkur almennilega út úr og það þarf að búa til meiri frekjuskap og leiðtoga í þessum stelpum sem eru hérna fyrir. Það er bara eitthvað sem þarf að gerast.“ „Hvort að ég sé rétti maðurinn í það er bara annarra að ákveða. En ég veit að okkur í þessu liði líður vel saman þó svo að leikdagarnir séu ekki alltaf þeir bestu eftir leiki. Við komum alltaf vel mótiveruð inn í þetta og æfingavikurnar eru bara yfirleitt mjög góðar og mjög góður andi í hópnum hjá okkur.“ „Ég held að þessi pása verði mikilvæg fyrir okkur. Við tökum okkur vikufrí núna og svo tökum við tvær vikur á fullu og mætum fersk til leiks eftir hana,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54