Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 18:05 Aðgerðum er stjórnað úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. Útkallið barst rétt um klukkan 18.30 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt nær öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Enn á eftir að staðsetja flugvélina og nær leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt. Lögreglan á Austurlandi tekur einnig þátt í aðgerðum og þá hafa viðbragðaðilar komið saman í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta herma upplýsingar frá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið á þessu stigi enn þá, það er verið að leita fyrir austan og búið að boða út nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi, og þær eru bara á leið á vettvang,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leitarsvæðið sé enn nokkuð óljóst en neyðarboðin komi einhvers staðar upp á Öxi og þar vestur af. Landhelgisgæslan fer með stjórn aðgerða og streymir nú fólk í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan fréttina. Ef hún birtist ekki er ráðlagt að endurhlaða síðuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvélin fannst á áttunda tímanum.
Útkallið barst rétt um klukkan 18.30 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt nær öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Enn á eftir að staðsetja flugvélina og nær leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt. Lögreglan á Austurlandi tekur einnig þátt í aðgerðum og þá hafa viðbragðaðilar komið saman í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta herma upplýsingar frá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið á þessu stigi enn þá, það er verið að leita fyrir austan og búið að boða út nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi, og þær eru bara á leið á vettvang,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leitarsvæðið sé enn nokkuð óljóst en neyðarboðin komi einhvers staðar upp á Öxi og þar vestur af. Landhelgisgæslan fer með stjórn aðgerða og streymir nú fólk í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan fréttina. Ef hún birtist ekki er ráðlagt að endurhlaða síðuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvélin fannst á áttunda tímanum.
Flugslys við Sauðahnjúka Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira