23 ára brasilísk kona lést af sárum sínum eftir að hafa fengið flösku í hálsinn á leik Palmeiras og Flamengo.
Konan fékk í kjölfarið tvö hjartaáföll en hún hét Gabriela Anelli og var stuðningsmaður Palmeiras liðsins. Gabriela dó á sjúkrahúsi tveimur dögum eftir atvikið.
Gabriela Anelli, 23, suffered two heart attacks after she was hit by a beer bottle during a brawl outside the Allianz Parque football stadium https://t.co/GOStUdc0l4
— Sky News (@SkyNews) July 11, 2023
Flöskunni var kastað eftir að átök urðu á milli stuðningsmanna félaganna fyrir utan leikvanginn.
Konan varð fyrir flöskunni þegar hún var að reyna að komast inn á leikvanginn til að fylgjast með leiknum.
26 ára maður hefur verið handtekinn vegna málsins.
Palmeiras gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem kom meðal annars fram að „Brasilíumenn geti ekki sætt sig við það að 23 ára kona verði fórnarlamb villimennsku á stað þar sem fólk er komið til að skemmta sér“ en félagið skoraði einnig á yfirvöld að rannsaka málið af því að það skaðar ímynd brasilíska fótboltans.
Annað atvik varð á öðrum stað á sama leikvangi sem þvingaði dómara leiksins til að stöðva leikinn tvisvar svo að lögreglan gæti beitt táragasi til að skilja á milli stuðningsmanna.