Samkvæmt ráðuneytinu hefur rússneska hernum borist yfir tvö þúsund tonn af vopnum, þar á meðal hrundruðir skriðdreka og rúmlega 2,500 tonn af skotvopnum.
Afhending vopnanna gefur til kynna að leiðtogi Wagner-hópsins, Yevgeny Prigósjín, muni efna sinn hluta samnings sem hann gerði við rússnesk stjórnvöld í síðasta mánuði þegar uppreisn þeirra var afstýrt.
Samkvæmt samkomulaginu, sem Hvíta-Rússneski einræðisherrann Alexander Lukashenko hafði milligöngu um, hætti Prigozhin það sem hann kallaði „göngu fyrir réttlæti“ í skiptum fyrir örugga leið til útlegðar í Hvíta-Rússlandi. Sakamál gegn Prigozhin voru einnig felld niður sem hluti af samkomulaginu.
Eftir að samkomulag komst á tilkynnti Vladímír Pútín Rússlandsforseti að Wagner-hópurinn yrði lagður niður í Rússlandi og að málaliðar gætu skrifað undir samninga við varnarmálaráðuneytið, haldið til Hvíta-Rússlands eða til síns heima.
Fjallað var um leið Wagner hópsins í fréttaskýringu á Vísi þar sem fram kom að Wagner-hópurinn hafi breytt um stefnu á leið til Moskvu og keyrt í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd: