Ætlaði að nota ruslatunnu til að ferja góssið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:24 Lögregla hafði í nægu að snúast á vaktinni í nótt ef marka má tilkynningu hennar í morgun. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið. Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira