Hallgrímur Jónasson: Þurfum að spila vel í Wales til að komast áfram Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2023 20:34 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gat verið ánægður með dagsverkið Vísir / Diego KA er í ansi góðri stöðu í fyrstu umfer undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa lagt Connah´s Quay Nomads af velli 2-0 í Úlfarsárdal fyrr í kvöld. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson sáu um markaskorun heimamanna og tryggðu KA gott veganesti til Wales í seinni leikinn sem er eftir viku. Þjálfari KA Hallgrímur Jónasson var að vonum ánægður með úrslitin en var um sig að það þurfti að klára verkefnið í næstu viku. „Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“ KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
„Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“
KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53