Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 22:10 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (f.m.) ásamt Einari Þorsteinssyni (t.v.) og Dóra Björt Guðjónsdóttir (t.h) þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“ Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“
Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05