Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2023 08:00 Yasmine vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. Instagram „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“ Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Sjá meira
Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“
Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Sjá meira