Rooney: MLS-deildin verður ekki auðveld fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 09:41 Lionel Messi með Inter Miami treyjuna við hlið eigandanna Jorge Mas, Jose Mas og David Beckham þegar Argentínumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi er mættur í bandarísku MLS-deildin og margir haldi að það verði ekki mikið vandamál fyrir einn besta leikmann sögunnar að leika listir sínar þar. Wayne Rooney hefur aftur á móti varað argentínska snillinginn við. „Það er allt sett upp fyrir hann. Hann er fá alla vini sína í liðið. [Sergio] Busquets og Jordi Alba hafa samið við Inter Miami og kannski kemur [Andres] Iniesta líka. Jafnvel Luis Suarez líka. Messi er með þjálfara [Tata Martino] sem honum líkar vel við og hann treystir. Það er risastórt fyrir MLS-deildina að krækja í Messi ekki síst vegna þess sem er í gangi í Sádí-Arabíu,“ sagði Wayne Rooney. Wayne Rooney has a warning for Lionel Messi pic.twitter.com/IsPv9ZOJTz— GOAL (@goal) July 16, 2023 „Þetta verður samt allt annað en auðvelt fyrir hann hér. Það hljómar kannski klikkun í eyrum margra en leikmenn sem koma hingað finnst þetta vera erfið deild. Ferðalögin, mismunandi aðstæður í hverri borg og þá er mikil orka og ákefð inn á vellinum,“ sagði Rooney. Stærsta vandamálið er líklega það að Inter Miami hefur gengið hörmulega og það þarf mikið til að lyfta liðnu frá botninum. Pressan er því mikil á Messi. Rooney spilaði sjálfur 52 leiki fyrir D.C. United frá 2018 til 2020 og skoraði í þeim 25 mörk. Hann tók síðan við þjálfun liðsins fyrir ári síðan. Messi kemur til Miami frá Paris Saint-Germain þar sem hann var í tvö tímabil. Hann skrifaði undir samning til ársins 2025. Fyrsti leikur Messi með liðinu verður líklega 21. júlí næstkomandi í deildarbikarleik á móti Cruz Azul. "You're getting arguably the best player to ever play the game." Wayne Rooney on Lionel Messi's Miami move pic.twitter.com/tcthvazSQs— ESPN UK (@ESPNUK) July 11, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
„Það er allt sett upp fyrir hann. Hann er fá alla vini sína í liðið. [Sergio] Busquets og Jordi Alba hafa samið við Inter Miami og kannski kemur [Andres] Iniesta líka. Jafnvel Luis Suarez líka. Messi er með þjálfara [Tata Martino] sem honum líkar vel við og hann treystir. Það er risastórt fyrir MLS-deildina að krækja í Messi ekki síst vegna þess sem er í gangi í Sádí-Arabíu,“ sagði Wayne Rooney. Wayne Rooney has a warning for Lionel Messi pic.twitter.com/IsPv9ZOJTz— GOAL (@goal) July 16, 2023 „Þetta verður samt allt annað en auðvelt fyrir hann hér. Það hljómar kannski klikkun í eyrum margra en leikmenn sem koma hingað finnst þetta vera erfið deild. Ferðalögin, mismunandi aðstæður í hverri borg og þá er mikil orka og ákefð inn á vellinum,“ sagði Rooney. Stærsta vandamálið er líklega það að Inter Miami hefur gengið hörmulega og það þarf mikið til að lyfta liðnu frá botninum. Pressan er því mikil á Messi. Rooney spilaði sjálfur 52 leiki fyrir D.C. United frá 2018 til 2020 og skoraði í þeim 25 mörk. Hann tók síðan við þjálfun liðsins fyrir ári síðan. Messi kemur til Miami frá Paris Saint-Germain þar sem hann var í tvö tímabil. Hann skrifaði undir samning til ársins 2025. Fyrsti leikur Messi með liðinu verður líklega 21. júlí næstkomandi í deildarbikarleik á móti Cruz Azul. "You're getting arguably the best player to ever play the game." Wayne Rooney on Lionel Messi's Miami move pic.twitter.com/tcthvazSQs— ESPN UK (@ESPNUK) July 11, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira