Íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði nutu þess í góða veðrinu í dag að snæða undir berum himni. Starfsmenn grilluðu og spiluðu tónlist fyrir heimilisfólk.
Í matinn var læri, kjúklingur, kartöflur og salat og svo ís í eftirrétt. Starfsfólk færði íbúum mat á meðan tónlistarfólk sá um skemmtiatriðin.
Við ræddum við forstöðumann Hrafnistu, Árdísi Huldu Eiríksdóttur, sem sagði heimilisfólk alltaf mæta vel í sumargrillið en um er að ræða fyrsta útigrill frá því fyrir heimsfaraldur.
Þá ræddum við einnig við þrjá íbúa, Pál Bergþórsson, Valgerði Nikólínu Sveinsdóttur og Önnu Vilhjálmsdóttur.