Af klámi ertu kominn, að klámi skal sjálfið verða Stefanía Arnardóttir skrifar 19. júlí 2023 09:00 Nýlega fóru á flug umræður um nýja hugtakanotkun, orðið „bónusgat.“ Orðið er á hugtakalista Jo's Cervical Cancer Trust í Bretlandi sem segir það vera annað orð yfir píku. Einnig má finna í sama hugtakalista orðið „framgat“ sem annað orð yfir píku. Er bent á að um sé að ræða orð sem skjólstæðingar sem eru trans eða kynsegin myndi mögulega vilja nota yfir píkuna sína. Með því að fræða starfsfólk um þessi orð er vonast til þess að trans og kynsegin fólk sem er af líffræðilegu kvenkyni, geti betur sótt heilbrigðisþjónustu og fengið þjónustu við hæfi. Leitast er eftir að mæta þörfum skjólstæðingsins á hans forsendum enda er það hlutverk heilbrigðisstofnanna sem þessar að ná til sem flestra. Því fleiri skimanir sem hægt er að gera, því betra verður forvarnarstarfið. Ef einhver trans maður út í bæ vill ræða píkuna sína sem „bónusgat“ á öðrum ekki að vera alveg sama? Það er enga síður áhugavert að rýna í þetta orð, „bónusgat.“ Við frekari skoðun má sjá að orðið á uppruna sinn úr klámheiminum. Það er lenska í klámheiminum að leita í sífellu til nýrra leiða til að lýsa ýmsum fyrirbærum og aðgerðum innan iðnaðarins. Sem dæmi geta menn orðið ansi skrautlegir í titlagerð og er reynt að fanga athygli kaupandans eftir fremsta megni. „Drill Bill,“ „Evil Head“ og „The Lord of the G-Strings“ eru örfáir titlar þar sem flestum er augljóst hvar parodían liggur. Í klámi er einnig reynt með skrautlegum hætti að lýsa öllum þeim líkamspörtum sem má nota í kynferðislegum athöfnum og er til slangur yfir allar tegundir af fólki sem stundar slíkar athafnir. „Bónusgat“ er eitt slíkt slangur. Í raun er ekki alveg augljóst hvort að með „bónusgati“ sé átt við píku eða endaþarm en slangrið er notað fyrir hvoru tveggja. Aftur á móti ef um trans mann eða kynsegin einstakling af líffræðilegu kvenkyni sé að ræða, þá á slangrið við um píku. En innan klámheimsins á bónusgatið við um píku trans manna, sér í lagi þeirra sem stunda kynlíf með karlmönnum, enda auka gat (í bónus með endaþarminum) sem viðkomandi karlmaður getur þjösnast á. Klám er kynferðislegt efni sem má finna í formi ýmissar afþreyingar, svo sem ljósmyndum, myndböndum eða í texta, og hefur kynferðislega örvandi áhrif á áhorfandann. Í dag er algengast að fólk sæki sér klám í gegnum internetið og þá á streymisveitum. Samkvæmt kanadískri rannsókn frá árinu 2018 sem kannaði klámnotkun einstaklinga eldri en 18 ára í ástarsamböndum, sögðust 98% aðspurðra karla og 73% aðspurðra kvenna hafa horft á klám einhvern tímann á s.l. 6 mánuðum. Ennfrekar sögðust 80% karla og 26% kvenna horfa á slíkt efni a.m.k. einu sinni í viku. Í flestum tilfellum voru myndbönd notuð til dægurstyttingar. Það er enginn verri manneskja fyrir að hafa einhvern tímann séð klám eða að horfa stundum á klám – svo lengi sem um er að ræða efni þar sem allir hafa náð sjálfræðisaldri, klámið sé ekki framleitt undir þvinguðum aðstæðum og sé framleitt með vitund og samþykki allra þátttakenda. En enga síður er vert þó að minnast á það sem einkennir klám nú til dags og hvernig áherslur þess hafa breyst með breyttu samfélagi. Þegar kemur að öllum tegundum streymisveita, liggur mikil pressa á veitunni að bjóða í sífellu upp á nýtt efni. Pressan er það mikil að gæði efnisins getur stundum orðið að aukaatriði. Markmiðið er að halda neytandanum í neytendastuði, þar sem neytandinn býst ekki einungis við meira efni, heldur getur hann treyst á það. Lögmál markaðarins gengur ekkert síður yfir klámið og þurfa klámveiturnar stanslaust að vera að bæta inn efni. Sumar veitur leyfa hverjum sem er að hala upp efni og því myndast markaður til að deila nauðgunum, barnaklámi, hefndarklámi og öðru efni sem viðkomandi hefur áskotnast með ólögmætum hætti, stundum í opnum aðgangi. En það er öllum bersýnilegt að siðferðið er í lakari lagi hjá sumum notendum. Löglegt klám eða m.ö.o. efni sem hefur verið framleitt með þeim siðferðismörkum sem gefin hafa verið fyrr í þessari grein, hefur tekið á sig breytingum með hverjum áratugnum sem líður. Klámið sem við sjáum í dag, með einfaldri leit á netinu, er í engri líkingu við það sem sá ljósið á svæðum þar sem áður ekkert skein, við upphaf þar síðustu aldar. Framleiðsla á klámi varð ódýrari á níunda áratugnum þegar menn hófu að taka upp efni beint á Betamax og VHS, og voru gæðin eftir því, en þar á undan voru myndir á borð við „Deepthroat“ (1972) teknar upp á filmu sem var mun kostnaðarsamara ferli. Í dag er klámefnið sem fær dreifingu grófara, líkist það meira ofbeldi, nauðung og sýnir það ýmis blæti — blæti sem mætti gjarnan lýsa sem efni „fyrir lengra komna.“ Og er allt fáanlegt í HD eða 4K. Áætlað er að milli 2% til 88% kláms sýni ofbeldi gegn konum og felst þessi viðtæki munur á þeirri skilgreiningu sem notuð er til að flokka hvað telst sem ofbeldishegðun í klámi (Sjá hér og hér). Stærsti liðurinn sem skýrir þennan mun er hvort að rannsakandinn flokki BDSM efni sem ofbeldishegðun í klámi eða ekki, en stór hluti þess kláms sem er okkur aðgengilegur á netinu sýnir athafnir á borð við bindingar, valdbeytingu, sadisma og masókisma. Að öðru leyti eru rassskellingar, kyrkingar og að vera slegin utan undir algengar hegðanir í klámi, sem og að kalla aðra ljótum nöfnum. Klám sýnir yfirleitt karlmenn sem gerendur þessara hegðanna en í yfirgnæfandi meirihluta konur sem þolendur. Eru þessar konur yfirleitt sýndar með bros á vör eða hlutlausar í garð þess sem á sér stað. Ef við skoðum eingöngu löglegt klám og horfum einungis til þess hvort að samþykki hafi legið fyrir athöfnunum mætti allt eins segja að ekkert ofbeldi fyrirfinnist nokkurn tímann í klámi en það er ekki umræðan hér. Hér erum við að skoða tíðni ákveðinna hegðanna í klámi, neyslu kláms, velta fyrir okkur áhrif þeirrar neyslu í víðara samhengi samfélagsins og leggja áherslu á að horfa á áhorfendahópinn sem neytir klámsins. Klám í huga ungdómsins Börn og unglingar læra hægt og rólega félagsleg norm samfélagsins með hækkandi aldri. Hvað kynlíf varðar á sá lærdómur sér stað í gegnum þær birtingarmyndir sem tengjast einmitt því, kynlífi. Læra þau í gegnum umhverfið sitt mörk og í hverju óviðeigandi kynferðisleg hegðun felst. The Children’s Commissioner’s í Bretlandi lagði könnun fyrir ungmenni á aldrinum 16-21 ára og leiddu niðurstöður í ljós að margir gerðu ráð fyrir því að árásargirni væri hluti af venjulegu kynlífi. Næstum helmingur svarenda, eða 47%, sögðu stelpur gera ráð fyrir árásargirni í kynlífi, eins og kyrkingar eða að vera slegin utan undir. Ennfrekar sögðust 42% að stelpur nytu slíks í kynlífi. Aftur á móti svöruðu færri, rúmlega þriðjungur (37%), að stelpur byggjust sjaldan eða aldrei við árásagirni í kynlífi og sögðu 38% þátttakenda stelpur ekki gera ráð fyrir slíku í kynlífi. Klám má finna víða og hefur það verið normaliserað með þeim afleiðingum að börn geta ómögulega komist hjá því að sjá klám. Samkvæmt þessari sömu könnun kom í ljós að 79% þátttakenda höfðu séð klám sem sýndu ofbeldishegðanir fyrir 18 ára aldur. Og fannst þetta klám ekki eingöngu á sérstökum klámsíðum heldur nálguðust þessi ungmenni það einnig á samfélagsmiðlum, t.d. á Twitter eða Snapchat. Hvað íslenska unglinga varðar þá birti Fjölmiðlanefnd skýrslu um áhorf unglinga og ungmenna á klámi í apríl á síðasta ári. Niðurstöður leiddu í ljós að í 8. bekk höfðu 41% stráka en 17% stelpna séð klám. Í 9. bekk átti þetta við um 67% stráka og 23% stelpna, en 78% og 42% í 10. bekk. Aðspurð um líðan sína við að sjá klámið sögðust 44% stráka hafa líkað við það en helmingi færri stelpur sögðu það sama, eða 21%. Á móti sögðu 9% stelpna það hafa verið ógeðslegt en það sama átti við um 2% stráka. Tæplega helmingur íslenskra unglinga í 8.-10. bekk höfðu séð klámauglýsingu á netinu og í þriðjung tilvika var það í gegnum Google. Að því sögðu þá eru unglingarnir að leita eftir þessu klámi sjálfir í meirihluta tilvika. Tengsl eru á milli klámnotkunnar og ópersónulegu, aftengdu viðhorfi til kynlífs. Má sjá þetta mynstur hjá öllum aldurshópum og kynjum. Hvað með kynsegin unglinga? Fyrr á þessu ári birti Landlæknir niðurstöður rannsóknar um aðgengi barna og ungmenna á klámi og líðan þeirra. Embættið á mikið hrós skilið fyrir að hafa birt gögn um kynsegin unglinga, ásamt tölfræði um stráka og stelpur, en rannsóknin náði til unglinga í 8.-10. bekk. Talsverð þörf er á því að gera fleiri rannsóknir og birta meiri tölfræði um kynsegin unglinga, bæði til að getað betur skilið þau viðhorf sem fyrirfinnast á meðal þess hóps en einnig svo hægt sé að mæta sértækum þörfum hans. Þar sem við höfum nú þegar séð í skýrslu Fjölmiðlanefndar að neysla kláms eykst sérstaklega í 9. og 10. bekk, ætla ég að skoða þá tölfræði sérstaklega í skýrslu Landlæknis. Í 9. bekk horfir 20% stráka á klám þrisvar sinnum í viku eða oftar. Á þetta einnig við um 2% stelpna og 9% kynsegin unglinga. Þegar í 10. bekk er komið þá horfir 27% stráka, 4% stelpna og 18% kynsegin unglinga á klám þrisvar í viku eða oftar. M.ö.o. er hægt að segja að kynsegin unglingar eru tæplega fimm sinnum líklegri til að horfa á klám þrisvar sinnum í viku eða oftar en stúlkur, en einungis þriðjung ólíklegri til að horfa á klám þrisvar í viku eða oftar en strákar. Í fyrstu gæti mönnum þótt það eðlilegur breytileiki að klámneysla kynsegin unglinga myndi lenda á milli stráka og stelpna í tíðni en með því að rýna ekki nánar í hópinn sem um ræðir tapast hluti af sannleikanum. Hver er kynsegin? Á Íslandi hafa talsvert fleiri „konur“ en „karlar“ sóst eftir breytta kynskráningu, þ.e.a.s. skráningu úr konu yfir í kynsegin eða annað. Tavistock var eina heilbrigðisstofnunin í Englandi sem sérhæfði sig í þjónustu við trans börn og unglinga. Á síðast liðnum árum varð talsverð breyting á þann hóp sem leitaði til teymisins eftir meðferð. Áður tíðkaðist að fleiri drengir leituðu eftir þjónustu en stúlkur, en upp úr 2011 fór mynstrið að snúast við. Þær breytingar sem tóku svo við eru fordæmalausar. Árið 2010 leituðu 77 drengir Tavistock og 59 stúlkur, en átti það sama við um 90 drengi en 111 stúlkur árið 2011. Hlutfall stúlkna hélt áfram að hækka og voru þær orðnar meira en tvöfalt fleiri en drengirnir árið 2016, þegar 1378 stúlkur á móti 603 drengjum leituðu til Tavistock. Hélt þetta hlutfall áfram að aukast og náði það hámarki stuttu fyrir Covid árið 2018 þegar 2000 stúlkur sóttust eftir þjónustu trans teymisins og 732 drengir. Þá var um að ræða 2,7 stúlkur á móti hverjum dreng. Hlutfallið gæti hafa verið hærra einkum á síðustu árum starfseminnar þar sem það vantaði frekar upp á kynskráningar á þeim tíma. Yngstu börnin sem fengu þjónustu hjá Tavistock voru 3-4 ára en þau elstu 18 ára. Árið 2019 birti innra eftirlit bresku heilbrigðisþjónustunnar, NHS, skýrslu sem sagði störf Tavistock „óásættanleg.“ Kom í ljós að ýmsar öryggisráðstafanir og varnaglar sem varða heilbrigðisþjónustu voru einfaldlega ekki til staðar. Heilbrigðisstarfsfólk lýsti yfir áhyggjum sínum en kom að tómum dyrum þegar að stjórninni var komið. Sérfræðingum var gert að hunsa eigin siðgæðisvitund, hlýða fyrirmælum ella var þeim boðið að yfirgefa svæðið. „Ég myndi segja það ástæðuna á bakvið það að a.m.k. 40 sérfræðingar ákváðu að hætta hjá heilbrigðisstofnuninni á innan við þremum árum.“ sagði einn heilbrigðisstarfsmaðurinn sem sagði starfi sínu lausu. Stofnuninni var gert að loka starfsemi sinni fyrr á þessu ári. Vegna nýlegra laga um kynrænt sjálfræði hefur myndast ákveðinn kerfisvandi hjá BUGL, eins og fram kemur í umsögn stofnunarinnar til Alþingis. Tilvísunum til BUGLs hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, sem er sambærilegt mynstur og hjá nágrannaþjóðum. Árið 2019 voru tilvísanirnar 21 talsins en 42 árið 2021. Áætlað var, ef miða mætti við þær umsóknir sem höfðu nú þegar borist teyminu, að umsóknirnar yrðu 90 alls fyrir árið 2022. Í þessari sömu umsögn kom einnig fram: „Teymið hefur ekki skýringar á þessari miklu aukningu en telur að hún liggi ekki í því að fleiri trans börn séu að fæðast heldur þurfi frekar að horfa til skýringa í breyttri menningu og öðrum félagslegum þáttum.“ Líklegast er meirihluti þessara kynsegin unglinga í rannsókn Landlæknis líffræðilegar stelpur. Stóra spurningin verður því þessi: „Afhverju eru þessar stelpur að horfa á svona mikið klám, margfalt meira en líffræðilegar kynsystur þeirra? Og hvaða áhrif hefur þetta áhorf á samband þeirra við sjálfið sitt og líkama?“ Rannsókn Bőthe og félaga (2022) kannaði klámnotkun 9. bekkinga eftir kynhneigð og kynvitund. Þá voru unglingarnir sem voru hluti af minnihlutahópum er varðaði kynhneigð og kynvitund (MKK) flokkaðir sér og bornir saman við þá sem voru gagnkynhneigðir og sískynja. Niðurstöður leiddu í ljós að MKK stelpur (eingöngu líffræðilegar stelpur) voru líklegri til að hafa séð klám í fyrsta skiptið á yngri árum en aðrar stelpur. Einnig mátti sjá að kynsegin unglingarnir voru í 78% tilvika líffræðilegar stelpur. Í annarri rannsókn, sem byggð var á átta viðtölum við hinsegin ungmenni á aldrinum 18-21 ára, sögðu allir viðmælendurnir að klám hafi átt þátt í sinni kynfræðslu. Einnig barst umræða um ónæga kynfræðslu í grunnskóla. „Hjá stelpum sem upplifa þrýsting til að bergmála hve frábær og framsækin menning kláms sé, verður hugmyndin um að það að vera „kona“ ógeðsleg.“ – Helena Kerschner, 23 ára, detrans. Breyttar menningaráherslur Innan hinseiginfræða er kenning sem ég kýs að kalla hýrkenninguna (e. queer theory) til aðgreiningar. Innan menntastofnanna, svo sem í framhaldsskólum og háskólum landsins, gengur þessi kenning gjarnan undir heitinu „hinseginfræði.“ Í dag fær hýrkenningin meiri athygli en áður tíðkaðist, og tengist það eflaust breyttu viðhorfi til hinsegin fólks, það til batnaðar. Ég kýs sjálf að aðgreina kenningafræðilega grundvelli frá heildarfræðum á borð við það sem maður myndi vilja kalla hinseginfræði. Sjálf tel ég að fræðigreinin ætti að innihalda margar mismunandi kenningar, einnig allskonar tölfræði um hinseginleika (hvort sem hún gefur jákvæða eða neikvæða mynd af raunveruleikanum) og svo ætti að vera hægt að ræða siðferðislega álitamál, hvort sem þau finnast innan heilbrigðiskerfisins eða utan þess, á fjölbreyttan hátt. Ef fræðigrein í heild sinni samanstendur af einni kenningu (eða mörgum svipuðum) er það ávísun á fræðilega stöðnun, hugmyndasnauð og í versta falli beinlínis rangar ályktanir og túlkarnir sem fara svo að hafa áhrif á líf og velferð annars fólks. Hið síðastnefnda á ekki síst við um samfélag sem vill hagnýta umrædd fræði og stuðla að breytingum í lögum, skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu o.s.frv. Að mínu mati ættu hinseginfræði sem fræðigrein einnig að innihalda upplýsingar sem tengjast líffræði, lýðheilsuvísindi og ætti siðfræði heilbrigðisstétta að fá rými, sem dæmi. „Ég var 11 ára þegar ég fékk fyrsta símann minn og fór að nota samfélagsmiðla… líkamsímyndin mín versnaði… troðið var upp á mig allskonar efni sem var erfitt fyrir mig að melta… samtölin sem ég heyrði út undan mér tengdust því hvað það var erfitt og neikvætt að vera kona, hve erfitt kynþroskaskeiðið væri, erfitt að fara á blæðingar og hve erfitt það er að verða ólétt og fæða barnið, og að svo væri allar þessar væntingar lagðar á þig sem kona. Síðan myndirðu eldast og fara gegnum breytingaskeiðið. Og var allt málað í mjög neikvæðu ljósi. Ég heyrði aldrei af því góða sem fælist í þessum þáttum kvenleikans. Ég fór að hræðast það að verða kona.“ – Chloe Cole, 18 ára, detransaði 16 ára (Sjá hér) Kenningarlegt svið hýrkenningarinnar og kynjafræðinnar bera með sér líkindi. Eitt af grunnatriðum hýrkenningarinnar snýr að „normum“ samfélagsins, það að vera gagnkynhneigður og sískynja. Eru þessir eiginleikar álitnir hafa jaðarsetningaráhrif á alla sem ekki fylgja þeirri reglu, eða m.ö.o. þeirra sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða trans. Þessi jaðarsetningaráhrif fást vegna valdaójafnvægisins sem fyrirfinnst í samfélaginu. Innan hýrkenningarinnar má einnig finna það viðhorf að kyn sé eitthvað sem við framkvæmum og er sú framkvæmd þar með sönnun fyrir kyninu sem um ræðir. Þannig myndast samhliða áhersla á mikilvægi þess að beita tungumálinu á ákveðinn hátt en tungumálið ber með sér sönnunargildi kynjanna. Þegar kenningar femínismans varðandi staðalímyndir eru teknar með til greina, sem og hugmyndirnar um valdaójafnvægið sem liggur á milli karla og kvenna, getur myndast heimsmynd sem hefur svo áhrif á það hvernig við hugsum og hegðum okkur. „Ég sá [á netinu] margt neikvætt varðandi það að vera sís, gagnkynhneigð, hvít stelpa, og ég tók þessum skilaboðum mjög, mjög persónulega.“ – Helena Kerschner, 23 ára, detrans (Sjá hér) Það væri áhugavegt að fá að vita hvort að hinsegin fræðsla í grunnskólum landsins miðist að hýrkenningunni að megninu til (og endurspegli þannig æðri skólastig) eða hvort að slík fræðsla feli í sér eitthvað annað. Ef hýrkenningin og femínismi eru megináherslurnar, myndi slík fræðsla teljast viðunandi í þínum augum fyrir grunnskólabörn um hinseginmál? „Ég sá líka feminískt efni sem staðfesti [þessa neikvæðu ímynd sem ég hafði af kvenleikanum], en líka efni sem hræddi mig eins og það að við búum í feðraveldi, að okkur er stjórnað af körlum og þeim væri alveg sama um okkur, að þeir væru að taka réttindi okkar af okkur. Ég trúi þessu auðvitað ekki í dag en ég féll í þann pitt að vilja ekkert með það að gera að verða kona.“ – Chloe Cole, 18 ára, detransaði 16 ára. Orðin sem festast í sessi Þar sem bónusgat er orðin nægilega algeng orðræða um píku til að verðskulda sess í atriðaorðalista heilbrigðisstarfstéttar get ég ekkert af því gert að taka eftir klámvæðingu samfélagsins að smjúga sér leið inn í hugvitið okkar. Ung kona sem hefur séð framtíðarraunir sínar í svefnherberginu í gegnum klám gæti mjög auðveldlega ekki viljað lifa þann raunveruleika. Hún verður útsettari fyrir slæmum kynlífsreynslum síðar meir. Mögulega hefur hún nú þegar upplifað kynferðislegt ofbeldi. „Hraðar en við náum að mæla, er þessi nýi heimur klámsins að breyta því hvernig ungt fólk upplifir kynhliðina sína og hefur [klámið] áhrif á ástarsambönd þeirra á fullorðinsárum. Það væri kjánalegt að láta eins og þetta muni ekki hafa verulegar afleiðingar. Ég get séð það í mínu eigin lífi hvernig stanslaust flóð klámmynda, þar sem mikið af því er ofbeldisfullt, og mér sagt að þetta væri eðlilegt eða jafnvel töff gat leitt til þess að ég lagðist á flótta frá eigin kvenleika.“ – Helena Kerschner, 23 ára, detrans (Sjá hér). „Þegar ég var 10 ára rakst ég á frekar myrka hlið internetsins þar sem ég sá mikla kvenfyrirlitningu… ég tók þetta inn á mig… foreldrarnir mínir vissu ekkert af þessu… ég var líka að horfa á klám á þessum aldri, ég er frekar viss um það að hafa fundið klám á unga aldri hafi haft áhrif á mig… ég sá [klámið] á mörgum mismunandi stöðum á netinu, það var ógeðslegt en ég skildi ekki áhrifin sem það gæti haft á mig og horfði ég því mikið á það.“ – Elle Palmer, 20 ára, detrans (Sjá hér). „[Klám] eflir neikvæðar hugmyndir hjá ungu fólki og börnum um að konur séu lægra settar en karlmenn, hlutgerðar fyrir karlmenn, og það megi meiða þær og beita þær kynferðisofbeldi, svo lengi sem það sé karlmanninum til nautnar.“ – Kynsegin, 18 ára, sá fyrst klám 7 ára. (Sjá hér). Þessi grein fjallar í grunninn um unglinga í grunnskóla, stúlkur í grunnskóla, og fullorðna fólkið sem ætti að vaka yfir þeim. Því ráðandi samfélagsmenningin okkar er ekki raunverulega að reyna skilja barnið, í gegnum óöryggið og þær örvæntingafullu leiðir sem stúlka gæti beitt til að reyna láta sér líða betur. Með því hunsa hluta af sannleikanum glatast tækifæri. En undir yfirborðinu mætti finna varnarleysið sem dvelur í sálartetrinu og heila það. Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nýlega fóru á flug umræður um nýja hugtakanotkun, orðið „bónusgat.“ Orðið er á hugtakalista Jo's Cervical Cancer Trust í Bretlandi sem segir það vera annað orð yfir píku. Einnig má finna í sama hugtakalista orðið „framgat“ sem annað orð yfir píku. Er bent á að um sé að ræða orð sem skjólstæðingar sem eru trans eða kynsegin myndi mögulega vilja nota yfir píkuna sína. Með því að fræða starfsfólk um þessi orð er vonast til þess að trans og kynsegin fólk sem er af líffræðilegu kvenkyni, geti betur sótt heilbrigðisþjónustu og fengið þjónustu við hæfi. Leitast er eftir að mæta þörfum skjólstæðingsins á hans forsendum enda er það hlutverk heilbrigðisstofnanna sem þessar að ná til sem flestra. Því fleiri skimanir sem hægt er að gera, því betra verður forvarnarstarfið. Ef einhver trans maður út í bæ vill ræða píkuna sína sem „bónusgat“ á öðrum ekki að vera alveg sama? Það er enga síður áhugavert að rýna í þetta orð, „bónusgat.“ Við frekari skoðun má sjá að orðið á uppruna sinn úr klámheiminum. Það er lenska í klámheiminum að leita í sífellu til nýrra leiða til að lýsa ýmsum fyrirbærum og aðgerðum innan iðnaðarins. Sem dæmi geta menn orðið ansi skrautlegir í titlagerð og er reynt að fanga athygli kaupandans eftir fremsta megni. „Drill Bill,“ „Evil Head“ og „The Lord of the G-Strings“ eru örfáir titlar þar sem flestum er augljóst hvar parodían liggur. Í klámi er einnig reynt með skrautlegum hætti að lýsa öllum þeim líkamspörtum sem má nota í kynferðislegum athöfnum og er til slangur yfir allar tegundir af fólki sem stundar slíkar athafnir. „Bónusgat“ er eitt slíkt slangur. Í raun er ekki alveg augljóst hvort að með „bónusgati“ sé átt við píku eða endaþarm en slangrið er notað fyrir hvoru tveggja. Aftur á móti ef um trans mann eða kynsegin einstakling af líffræðilegu kvenkyni sé að ræða, þá á slangrið við um píku. En innan klámheimsins á bónusgatið við um píku trans manna, sér í lagi þeirra sem stunda kynlíf með karlmönnum, enda auka gat (í bónus með endaþarminum) sem viðkomandi karlmaður getur þjösnast á. Klám er kynferðislegt efni sem má finna í formi ýmissar afþreyingar, svo sem ljósmyndum, myndböndum eða í texta, og hefur kynferðislega örvandi áhrif á áhorfandann. Í dag er algengast að fólk sæki sér klám í gegnum internetið og þá á streymisveitum. Samkvæmt kanadískri rannsókn frá árinu 2018 sem kannaði klámnotkun einstaklinga eldri en 18 ára í ástarsamböndum, sögðust 98% aðspurðra karla og 73% aðspurðra kvenna hafa horft á klám einhvern tímann á s.l. 6 mánuðum. Ennfrekar sögðust 80% karla og 26% kvenna horfa á slíkt efni a.m.k. einu sinni í viku. Í flestum tilfellum voru myndbönd notuð til dægurstyttingar. Það er enginn verri manneskja fyrir að hafa einhvern tímann séð klám eða að horfa stundum á klám – svo lengi sem um er að ræða efni þar sem allir hafa náð sjálfræðisaldri, klámið sé ekki framleitt undir þvinguðum aðstæðum og sé framleitt með vitund og samþykki allra þátttakenda. En enga síður er vert þó að minnast á það sem einkennir klám nú til dags og hvernig áherslur þess hafa breyst með breyttu samfélagi. Þegar kemur að öllum tegundum streymisveita, liggur mikil pressa á veitunni að bjóða í sífellu upp á nýtt efni. Pressan er það mikil að gæði efnisins getur stundum orðið að aukaatriði. Markmiðið er að halda neytandanum í neytendastuði, þar sem neytandinn býst ekki einungis við meira efni, heldur getur hann treyst á það. Lögmál markaðarins gengur ekkert síður yfir klámið og þurfa klámveiturnar stanslaust að vera að bæta inn efni. Sumar veitur leyfa hverjum sem er að hala upp efni og því myndast markaður til að deila nauðgunum, barnaklámi, hefndarklámi og öðru efni sem viðkomandi hefur áskotnast með ólögmætum hætti, stundum í opnum aðgangi. En það er öllum bersýnilegt að siðferðið er í lakari lagi hjá sumum notendum. Löglegt klám eða m.ö.o. efni sem hefur verið framleitt með þeim siðferðismörkum sem gefin hafa verið fyrr í þessari grein, hefur tekið á sig breytingum með hverjum áratugnum sem líður. Klámið sem við sjáum í dag, með einfaldri leit á netinu, er í engri líkingu við það sem sá ljósið á svæðum þar sem áður ekkert skein, við upphaf þar síðustu aldar. Framleiðsla á klámi varð ódýrari á níunda áratugnum þegar menn hófu að taka upp efni beint á Betamax og VHS, og voru gæðin eftir því, en þar á undan voru myndir á borð við „Deepthroat“ (1972) teknar upp á filmu sem var mun kostnaðarsamara ferli. Í dag er klámefnið sem fær dreifingu grófara, líkist það meira ofbeldi, nauðung og sýnir það ýmis blæti — blæti sem mætti gjarnan lýsa sem efni „fyrir lengra komna.“ Og er allt fáanlegt í HD eða 4K. Áætlað er að milli 2% til 88% kláms sýni ofbeldi gegn konum og felst þessi viðtæki munur á þeirri skilgreiningu sem notuð er til að flokka hvað telst sem ofbeldishegðun í klámi (Sjá hér og hér). Stærsti liðurinn sem skýrir þennan mun er hvort að rannsakandinn flokki BDSM efni sem ofbeldishegðun í klámi eða ekki, en stór hluti þess kláms sem er okkur aðgengilegur á netinu sýnir athafnir á borð við bindingar, valdbeytingu, sadisma og masókisma. Að öðru leyti eru rassskellingar, kyrkingar og að vera slegin utan undir algengar hegðanir í klámi, sem og að kalla aðra ljótum nöfnum. Klám sýnir yfirleitt karlmenn sem gerendur þessara hegðanna en í yfirgnæfandi meirihluta konur sem þolendur. Eru þessar konur yfirleitt sýndar með bros á vör eða hlutlausar í garð þess sem á sér stað. Ef við skoðum eingöngu löglegt klám og horfum einungis til þess hvort að samþykki hafi legið fyrir athöfnunum mætti allt eins segja að ekkert ofbeldi fyrirfinnist nokkurn tímann í klámi en það er ekki umræðan hér. Hér erum við að skoða tíðni ákveðinna hegðanna í klámi, neyslu kláms, velta fyrir okkur áhrif þeirrar neyslu í víðara samhengi samfélagsins og leggja áherslu á að horfa á áhorfendahópinn sem neytir klámsins. Klám í huga ungdómsins Börn og unglingar læra hægt og rólega félagsleg norm samfélagsins með hækkandi aldri. Hvað kynlíf varðar á sá lærdómur sér stað í gegnum þær birtingarmyndir sem tengjast einmitt því, kynlífi. Læra þau í gegnum umhverfið sitt mörk og í hverju óviðeigandi kynferðisleg hegðun felst. The Children’s Commissioner’s í Bretlandi lagði könnun fyrir ungmenni á aldrinum 16-21 ára og leiddu niðurstöður í ljós að margir gerðu ráð fyrir því að árásargirni væri hluti af venjulegu kynlífi. Næstum helmingur svarenda, eða 47%, sögðu stelpur gera ráð fyrir árásargirni í kynlífi, eins og kyrkingar eða að vera slegin utan undir. Ennfrekar sögðust 42% að stelpur nytu slíks í kynlífi. Aftur á móti svöruðu færri, rúmlega þriðjungur (37%), að stelpur byggjust sjaldan eða aldrei við árásagirni í kynlífi og sögðu 38% þátttakenda stelpur ekki gera ráð fyrir slíku í kynlífi. Klám má finna víða og hefur það verið normaliserað með þeim afleiðingum að börn geta ómögulega komist hjá því að sjá klám. Samkvæmt þessari sömu könnun kom í ljós að 79% þátttakenda höfðu séð klám sem sýndu ofbeldishegðanir fyrir 18 ára aldur. Og fannst þetta klám ekki eingöngu á sérstökum klámsíðum heldur nálguðust þessi ungmenni það einnig á samfélagsmiðlum, t.d. á Twitter eða Snapchat. Hvað íslenska unglinga varðar þá birti Fjölmiðlanefnd skýrslu um áhorf unglinga og ungmenna á klámi í apríl á síðasta ári. Niðurstöður leiddu í ljós að í 8. bekk höfðu 41% stráka en 17% stelpna séð klám. Í 9. bekk átti þetta við um 67% stráka og 23% stelpna, en 78% og 42% í 10. bekk. Aðspurð um líðan sína við að sjá klámið sögðust 44% stráka hafa líkað við það en helmingi færri stelpur sögðu það sama, eða 21%. Á móti sögðu 9% stelpna það hafa verið ógeðslegt en það sama átti við um 2% stráka. Tæplega helmingur íslenskra unglinga í 8.-10. bekk höfðu séð klámauglýsingu á netinu og í þriðjung tilvika var það í gegnum Google. Að því sögðu þá eru unglingarnir að leita eftir þessu klámi sjálfir í meirihluta tilvika. Tengsl eru á milli klámnotkunnar og ópersónulegu, aftengdu viðhorfi til kynlífs. Má sjá þetta mynstur hjá öllum aldurshópum og kynjum. Hvað með kynsegin unglinga? Fyrr á þessu ári birti Landlæknir niðurstöður rannsóknar um aðgengi barna og ungmenna á klámi og líðan þeirra. Embættið á mikið hrós skilið fyrir að hafa birt gögn um kynsegin unglinga, ásamt tölfræði um stráka og stelpur, en rannsóknin náði til unglinga í 8.-10. bekk. Talsverð þörf er á því að gera fleiri rannsóknir og birta meiri tölfræði um kynsegin unglinga, bæði til að getað betur skilið þau viðhorf sem fyrirfinnast á meðal þess hóps en einnig svo hægt sé að mæta sértækum þörfum hans. Þar sem við höfum nú þegar séð í skýrslu Fjölmiðlanefndar að neysla kláms eykst sérstaklega í 9. og 10. bekk, ætla ég að skoða þá tölfræði sérstaklega í skýrslu Landlæknis. Í 9. bekk horfir 20% stráka á klám þrisvar sinnum í viku eða oftar. Á þetta einnig við um 2% stelpna og 9% kynsegin unglinga. Þegar í 10. bekk er komið þá horfir 27% stráka, 4% stelpna og 18% kynsegin unglinga á klám þrisvar í viku eða oftar. M.ö.o. er hægt að segja að kynsegin unglingar eru tæplega fimm sinnum líklegri til að horfa á klám þrisvar sinnum í viku eða oftar en stúlkur, en einungis þriðjung ólíklegri til að horfa á klám þrisvar í viku eða oftar en strákar. Í fyrstu gæti mönnum þótt það eðlilegur breytileiki að klámneysla kynsegin unglinga myndi lenda á milli stráka og stelpna í tíðni en með því að rýna ekki nánar í hópinn sem um ræðir tapast hluti af sannleikanum. Hver er kynsegin? Á Íslandi hafa talsvert fleiri „konur“ en „karlar“ sóst eftir breytta kynskráningu, þ.e.a.s. skráningu úr konu yfir í kynsegin eða annað. Tavistock var eina heilbrigðisstofnunin í Englandi sem sérhæfði sig í þjónustu við trans börn og unglinga. Á síðast liðnum árum varð talsverð breyting á þann hóp sem leitaði til teymisins eftir meðferð. Áður tíðkaðist að fleiri drengir leituðu eftir þjónustu en stúlkur, en upp úr 2011 fór mynstrið að snúast við. Þær breytingar sem tóku svo við eru fordæmalausar. Árið 2010 leituðu 77 drengir Tavistock og 59 stúlkur, en átti það sama við um 90 drengi en 111 stúlkur árið 2011. Hlutfall stúlkna hélt áfram að hækka og voru þær orðnar meira en tvöfalt fleiri en drengirnir árið 2016, þegar 1378 stúlkur á móti 603 drengjum leituðu til Tavistock. Hélt þetta hlutfall áfram að aukast og náði það hámarki stuttu fyrir Covid árið 2018 þegar 2000 stúlkur sóttust eftir þjónustu trans teymisins og 732 drengir. Þá var um að ræða 2,7 stúlkur á móti hverjum dreng. Hlutfallið gæti hafa verið hærra einkum á síðustu árum starfseminnar þar sem það vantaði frekar upp á kynskráningar á þeim tíma. Yngstu börnin sem fengu þjónustu hjá Tavistock voru 3-4 ára en þau elstu 18 ára. Árið 2019 birti innra eftirlit bresku heilbrigðisþjónustunnar, NHS, skýrslu sem sagði störf Tavistock „óásættanleg.“ Kom í ljós að ýmsar öryggisráðstafanir og varnaglar sem varða heilbrigðisþjónustu voru einfaldlega ekki til staðar. Heilbrigðisstarfsfólk lýsti yfir áhyggjum sínum en kom að tómum dyrum þegar að stjórninni var komið. Sérfræðingum var gert að hunsa eigin siðgæðisvitund, hlýða fyrirmælum ella var þeim boðið að yfirgefa svæðið. „Ég myndi segja það ástæðuna á bakvið það að a.m.k. 40 sérfræðingar ákváðu að hætta hjá heilbrigðisstofnuninni á innan við þremum árum.“ sagði einn heilbrigðisstarfsmaðurinn sem sagði starfi sínu lausu. Stofnuninni var gert að loka starfsemi sinni fyrr á þessu ári. Vegna nýlegra laga um kynrænt sjálfræði hefur myndast ákveðinn kerfisvandi hjá BUGL, eins og fram kemur í umsögn stofnunarinnar til Alþingis. Tilvísunum til BUGLs hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, sem er sambærilegt mynstur og hjá nágrannaþjóðum. Árið 2019 voru tilvísanirnar 21 talsins en 42 árið 2021. Áætlað var, ef miða mætti við þær umsóknir sem höfðu nú þegar borist teyminu, að umsóknirnar yrðu 90 alls fyrir árið 2022. Í þessari sömu umsögn kom einnig fram: „Teymið hefur ekki skýringar á þessari miklu aukningu en telur að hún liggi ekki í því að fleiri trans börn séu að fæðast heldur þurfi frekar að horfa til skýringa í breyttri menningu og öðrum félagslegum þáttum.“ Líklegast er meirihluti þessara kynsegin unglinga í rannsókn Landlæknis líffræðilegar stelpur. Stóra spurningin verður því þessi: „Afhverju eru þessar stelpur að horfa á svona mikið klám, margfalt meira en líffræðilegar kynsystur þeirra? Og hvaða áhrif hefur þetta áhorf á samband þeirra við sjálfið sitt og líkama?“ Rannsókn Bőthe og félaga (2022) kannaði klámnotkun 9. bekkinga eftir kynhneigð og kynvitund. Þá voru unglingarnir sem voru hluti af minnihlutahópum er varðaði kynhneigð og kynvitund (MKK) flokkaðir sér og bornir saman við þá sem voru gagnkynhneigðir og sískynja. Niðurstöður leiddu í ljós að MKK stelpur (eingöngu líffræðilegar stelpur) voru líklegri til að hafa séð klám í fyrsta skiptið á yngri árum en aðrar stelpur. Einnig mátti sjá að kynsegin unglingarnir voru í 78% tilvika líffræðilegar stelpur. Í annarri rannsókn, sem byggð var á átta viðtölum við hinsegin ungmenni á aldrinum 18-21 ára, sögðu allir viðmælendurnir að klám hafi átt þátt í sinni kynfræðslu. Einnig barst umræða um ónæga kynfræðslu í grunnskóla. „Hjá stelpum sem upplifa þrýsting til að bergmála hve frábær og framsækin menning kláms sé, verður hugmyndin um að það að vera „kona“ ógeðsleg.“ – Helena Kerschner, 23 ára, detrans. Breyttar menningaráherslur Innan hinseiginfræða er kenning sem ég kýs að kalla hýrkenninguna (e. queer theory) til aðgreiningar. Innan menntastofnanna, svo sem í framhaldsskólum og háskólum landsins, gengur þessi kenning gjarnan undir heitinu „hinseginfræði.“ Í dag fær hýrkenningin meiri athygli en áður tíðkaðist, og tengist það eflaust breyttu viðhorfi til hinsegin fólks, það til batnaðar. Ég kýs sjálf að aðgreina kenningafræðilega grundvelli frá heildarfræðum á borð við það sem maður myndi vilja kalla hinseginfræði. Sjálf tel ég að fræðigreinin ætti að innihalda margar mismunandi kenningar, einnig allskonar tölfræði um hinseginleika (hvort sem hún gefur jákvæða eða neikvæða mynd af raunveruleikanum) og svo ætti að vera hægt að ræða siðferðislega álitamál, hvort sem þau finnast innan heilbrigðiskerfisins eða utan þess, á fjölbreyttan hátt. Ef fræðigrein í heild sinni samanstendur af einni kenningu (eða mörgum svipuðum) er það ávísun á fræðilega stöðnun, hugmyndasnauð og í versta falli beinlínis rangar ályktanir og túlkarnir sem fara svo að hafa áhrif á líf og velferð annars fólks. Hið síðastnefnda á ekki síst við um samfélag sem vill hagnýta umrædd fræði og stuðla að breytingum í lögum, skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu o.s.frv. Að mínu mati ættu hinseginfræði sem fræðigrein einnig að innihalda upplýsingar sem tengjast líffræði, lýðheilsuvísindi og ætti siðfræði heilbrigðisstétta að fá rými, sem dæmi. „Ég var 11 ára þegar ég fékk fyrsta símann minn og fór að nota samfélagsmiðla… líkamsímyndin mín versnaði… troðið var upp á mig allskonar efni sem var erfitt fyrir mig að melta… samtölin sem ég heyrði út undan mér tengdust því hvað það var erfitt og neikvætt að vera kona, hve erfitt kynþroskaskeiðið væri, erfitt að fara á blæðingar og hve erfitt það er að verða ólétt og fæða barnið, og að svo væri allar þessar væntingar lagðar á þig sem kona. Síðan myndirðu eldast og fara gegnum breytingaskeiðið. Og var allt málað í mjög neikvæðu ljósi. Ég heyrði aldrei af því góða sem fælist í þessum þáttum kvenleikans. Ég fór að hræðast það að verða kona.“ – Chloe Cole, 18 ára, detransaði 16 ára (Sjá hér) Kenningarlegt svið hýrkenningarinnar og kynjafræðinnar bera með sér líkindi. Eitt af grunnatriðum hýrkenningarinnar snýr að „normum“ samfélagsins, það að vera gagnkynhneigður og sískynja. Eru þessir eiginleikar álitnir hafa jaðarsetningaráhrif á alla sem ekki fylgja þeirri reglu, eða m.ö.o. þeirra sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða trans. Þessi jaðarsetningaráhrif fást vegna valdaójafnvægisins sem fyrirfinnst í samfélaginu. Innan hýrkenningarinnar má einnig finna það viðhorf að kyn sé eitthvað sem við framkvæmum og er sú framkvæmd þar með sönnun fyrir kyninu sem um ræðir. Þannig myndast samhliða áhersla á mikilvægi þess að beita tungumálinu á ákveðinn hátt en tungumálið ber með sér sönnunargildi kynjanna. Þegar kenningar femínismans varðandi staðalímyndir eru teknar með til greina, sem og hugmyndirnar um valdaójafnvægið sem liggur á milli karla og kvenna, getur myndast heimsmynd sem hefur svo áhrif á það hvernig við hugsum og hegðum okkur. „Ég sá [á netinu] margt neikvætt varðandi það að vera sís, gagnkynhneigð, hvít stelpa, og ég tók þessum skilaboðum mjög, mjög persónulega.“ – Helena Kerschner, 23 ára, detrans (Sjá hér) Það væri áhugavegt að fá að vita hvort að hinsegin fræðsla í grunnskólum landsins miðist að hýrkenningunni að megninu til (og endurspegli þannig æðri skólastig) eða hvort að slík fræðsla feli í sér eitthvað annað. Ef hýrkenningin og femínismi eru megináherslurnar, myndi slík fræðsla teljast viðunandi í þínum augum fyrir grunnskólabörn um hinseginmál? „Ég sá líka feminískt efni sem staðfesti [þessa neikvæðu ímynd sem ég hafði af kvenleikanum], en líka efni sem hræddi mig eins og það að við búum í feðraveldi, að okkur er stjórnað af körlum og þeim væri alveg sama um okkur, að þeir væru að taka réttindi okkar af okkur. Ég trúi þessu auðvitað ekki í dag en ég féll í þann pitt að vilja ekkert með það að gera að verða kona.“ – Chloe Cole, 18 ára, detransaði 16 ára. Orðin sem festast í sessi Þar sem bónusgat er orðin nægilega algeng orðræða um píku til að verðskulda sess í atriðaorðalista heilbrigðisstarfstéttar get ég ekkert af því gert að taka eftir klámvæðingu samfélagsins að smjúga sér leið inn í hugvitið okkar. Ung kona sem hefur séð framtíðarraunir sínar í svefnherberginu í gegnum klám gæti mjög auðveldlega ekki viljað lifa þann raunveruleika. Hún verður útsettari fyrir slæmum kynlífsreynslum síðar meir. Mögulega hefur hún nú þegar upplifað kynferðislegt ofbeldi. „Hraðar en við náum að mæla, er þessi nýi heimur klámsins að breyta því hvernig ungt fólk upplifir kynhliðina sína og hefur [klámið] áhrif á ástarsambönd þeirra á fullorðinsárum. Það væri kjánalegt að láta eins og þetta muni ekki hafa verulegar afleiðingar. Ég get séð það í mínu eigin lífi hvernig stanslaust flóð klámmynda, þar sem mikið af því er ofbeldisfullt, og mér sagt að þetta væri eðlilegt eða jafnvel töff gat leitt til þess að ég lagðist á flótta frá eigin kvenleika.“ – Helena Kerschner, 23 ára, detrans (Sjá hér). „Þegar ég var 10 ára rakst ég á frekar myrka hlið internetsins þar sem ég sá mikla kvenfyrirlitningu… ég tók þetta inn á mig… foreldrarnir mínir vissu ekkert af þessu… ég var líka að horfa á klám á þessum aldri, ég er frekar viss um það að hafa fundið klám á unga aldri hafi haft áhrif á mig… ég sá [klámið] á mörgum mismunandi stöðum á netinu, það var ógeðslegt en ég skildi ekki áhrifin sem það gæti haft á mig og horfði ég því mikið á það.“ – Elle Palmer, 20 ára, detrans (Sjá hér). „[Klám] eflir neikvæðar hugmyndir hjá ungu fólki og börnum um að konur séu lægra settar en karlmenn, hlutgerðar fyrir karlmenn, og það megi meiða þær og beita þær kynferðisofbeldi, svo lengi sem það sé karlmanninum til nautnar.“ – Kynsegin, 18 ára, sá fyrst klám 7 ára. (Sjá hér). Þessi grein fjallar í grunninn um unglinga í grunnskóla, stúlkur í grunnskóla, og fullorðna fólkið sem ætti að vaka yfir þeim. Því ráðandi samfélagsmenningin okkar er ekki raunverulega að reyna skilja barnið, í gegnum óöryggið og þær örvæntingafullu leiðir sem stúlka gæti beitt til að reyna láta sér líða betur. Með því hunsa hluta af sannleikanum glatast tækifæri. En undir yfirborðinu mætti finna varnarleysið sem dvelur í sálartetrinu og heila það. Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun