Segir að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 10:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi við fjölmiðlafólk í tilefni þess að HM kvenna verður sett í Nýja Sjálandi á morgun. Getty/Harold Cunningham Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, leggur áherslu á það að það sé undir knattspyrnusamböndum hvers lands komið að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. FIFA hefur hækkað verðlaunaféð á HM kvenna en það er samt enn langt á eftir því sem þekkist á heimsmeistaramóti karla. FIFA er vissulega í fyrsta sinn að reyna að tryggja það að hluti verðlaunafés fari til leikmanna sjálfra en Infantino ítrekar það að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum heldur knattspyrnusambandanna sem hafi áfram frelsi til að eyða stærsta hluti peningsins frá FIFA í það sem þau vilja. More from FIFA's Gianni Infantino here: https://t.co/bjHLi4iaqz-Flat-out refused to discuss prize money disparity -#FIFAWWC has generated enough revenue in its first run as a standalone tourney to be self-sustaining-Women's Club World Cup announcement is coming soon— Caitlin Murray (@caitlinmurr) July 19, 2023 Í júni var tilkynnt að hver leikmaður á HM kvenna ætti að fá að minnsta kosti þrjátíu þúsund Bandaríkjadala frá FIFA en þetta eru rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Infantino er samt á því að það sé ekki fýsilegt að þvinga samböndin til að borga leikmönnum. FIFA er því aðeins að biðja samböndin um að hluti umræddar greiðslu fari til leikmanna. „Við höfum gefið út ráðleggingar en við erum samband sambandanna. Þess vegna munu allar greiðslur frá okkur fara til sambandanna og þau sjá síðum um að borga sínum eigin leikmönnum,“ sagði Gianni Infantino. „Við erum í sambandi við fulltrúa sambandanna en það eru mismunandi aðstæður út um allan heim. Skattar, búseta og annað. Það þýðir meðal annars að það eru önnur samkomulag við leikmenn þegar til staðar,“ sagði Infantino. This is the first time the women s tournament is its own commercial entity, rather than an afterthought to men s World Cup deals, Nancy Armour writes https://t.co/ZEy6gxXSoI— USA TODAY (@USATODAY) July 19, 2023 „Við höfum verið að taka tímamóta ákvarðanir en þetta er ekki endirinn á þessari sögu,“ sagði Infantino. Það sést á orðum Infantino að það er langt frá því öruggt að knattspyrnukonurnar á HM fá þessar fjórar milljónir. Meðallaun knattspyrnukvenna í heiminum er minna en helmingur þeirrar upphæðar og því getur svona peningur breytt miklu. Leikmenn landsliða hafa verið í deilum við forystufólk síns sambands og ekki nærri því allar komnar með samning sem þær eru sáttar við. Það eru margir þættir sem stuðla að því að það er enn mjög langt í land þegar kemur að jafnrétti fyrir knattspyrnukonur. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Sjá meira
FIFA hefur hækkað verðlaunaféð á HM kvenna en það er samt enn langt á eftir því sem þekkist á heimsmeistaramóti karla. FIFA er vissulega í fyrsta sinn að reyna að tryggja það að hluti verðlaunafés fari til leikmanna sjálfra en Infantino ítrekar það að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum heldur knattspyrnusambandanna sem hafi áfram frelsi til að eyða stærsta hluti peningsins frá FIFA í það sem þau vilja. More from FIFA's Gianni Infantino here: https://t.co/bjHLi4iaqz-Flat-out refused to discuss prize money disparity -#FIFAWWC has generated enough revenue in its first run as a standalone tourney to be self-sustaining-Women's Club World Cup announcement is coming soon— Caitlin Murray (@caitlinmurr) July 19, 2023 Í júni var tilkynnt að hver leikmaður á HM kvenna ætti að fá að minnsta kosti þrjátíu þúsund Bandaríkjadala frá FIFA en þetta eru rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Infantino er samt á því að það sé ekki fýsilegt að þvinga samböndin til að borga leikmönnum. FIFA er því aðeins að biðja samböndin um að hluti umræddar greiðslu fari til leikmanna. „Við höfum gefið út ráðleggingar en við erum samband sambandanna. Þess vegna munu allar greiðslur frá okkur fara til sambandanna og þau sjá síðum um að borga sínum eigin leikmönnum,“ sagði Gianni Infantino. „Við erum í sambandi við fulltrúa sambandanna en það eru mismunandi aðstæður út um allan heim. Skattar, búseta og annað. Það þýðir meðal annars að það eru önnur samkomulag við leikmenn þegar til staðar,“ sagði Infantino. This is the first time the women s tournament is its own commercial entity, rather than an afterthought to men s World Cup deals, Nancy Armour writes https://t.co/ZEy6gxXSoI— USA TODAY (@USATODAY) July 19, 2023 „Við höfum verið að taka tímamóta ákvarðanir en þetta er ekki endirinn á þessari sögu,“ sagði Infantino. Það sést á orðum Infantino að það er langt frá því öruggt að knattspyrnukonurnar á HM fá þessar fjórar milljónir. Meðallaun knattspyrnukvenna í heiminum er minna en helmingur þeirrar upphæðar og því getur svona peningur breytt miklu. Leikmenn landsliða hafa verið í deilum við forystufólk síns sambands og ekki nærri því allar komnar með samning sem þær eru sáttar við. Það eru margir þættir sem stuðla að því að það er enn mjög langt í land þegar kemur að jafnrétti fyrir knattspyrnukonur.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Sjá meira