Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. júlí 2023 18:16 Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samsett Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. Rex Heuermann var handtekinn í New York þann 13. júlí síðastliðinn og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af eiginkonu hans, Ásu Ellerup. Heuermenn hefur lýst yfir yfir sakleysi sínu í málinu. Fram kemur í frétt sem birtist á vef Daily Mail fyrr í dag að Jóhanna, systir Ásu, sé lyfjafræðingur og búsett í tólf kílómetra fjarlægð frá heimili systur sinnar og Heuermann á Long Island. Hún segist ekkert hafa heyrt í Ásu síðan Heuermann lýsti yfir sakleysi sínu. „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni, og við erum ekki með neitt heimilisfang á hana. Við vitum ekkert,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann Daily Mail. „Ég get svarið það, við vitum ekkert meira en þið. Við vitum ekki neitt.“ Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu.Facebook Blaðamaður Daily Mail, sem ræddi við Jóhönnu á heimili hennar segir föður Jóhönnu einnig hafa verið staddan þar þegar viðtalið fór fram. Að sögn Jóhönnu er málið „yfirþyrmandi“ fyrir föður hennar. Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint Ásu og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Í samtali við CNN síðastliðinn mánudag sagði Erin Burnett lögreglustjóri í Suffolk að miðað við viðbrögð Ásu og barnanna þegar þeim var greint frá brotum Heuermann þá sé ólíklegt að þau hafi haft nokkra vitneskju um málin. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Rex Heuermann var handtekinn í New York þann 13. júlí síðastliðinn og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af eiginkonu hans, Ásu Ellerup. Heuermenn hefur lýst yfir yfir sakleysi sínu í málinu. Fram kemur í frétt sem birtist á vef Daily Mail fyrr í dag að Jóhanna, systir Ásu, sé lyfjafræðingur og búsett í tólf kílómetra fjarlægð frá heimili systur sinnar og Heuermann á Long Island. Hún segist ekkert hafa heyrt í Ásu síðan Heuermann lýsti yfir sakleysi sínu. „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni, og við erum ekki með neitt heimilisfang á hana. Við vitum ekkert,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann Daily Mail. „Ég get svarið það, við vitum ekkert meira en þið. Við vitum ekki neitt.“ Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu.Facebook Blaðamaður Daily Mail, sem ræddi við Jóhönnu á heimili hennar segir föður Jóhönnu einnig hafa verið staddan þar þegar viðtalið fór fram. Að sögn Jóhönnu er málið „yfirþyrmandi“ fyrir föður hennar. Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint Ásu og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Í samtali við CNN síðastliðinn mánudag sagði Erin Burnett lögreglustjóri í Suffolk að miðað við viðbrögð Ásu og barnanna þegar þeim var greint frá brotum Heuermann þá sé ólíklegt að þau hafi haft nokkra vitneskju um málin.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06
Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20