Réðu reynslubolta frá Brim sem flytur fjölskylduna til Fáskrúðsfjarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2023 12:13 Garðar Svavarsson hefur verið formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda samhliða starfi sínu hjá Brim. Garðar Svavarsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði. Garðar tekur við starfinu af Friðriki Mar Guðmundssyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir 19 ára starf hjá félögunum, þar af sem framkvæmdastjóri undanfarin 10 ár. Í tilkynningu vegna vistaskiptanna segir að Garðar sé sjávarútvegsfræðingur að mennt og komi til félaganna frá Brim hf. þar sem hann hefur starfað í 24 ár, þar af sem forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims hf. undanfarinn áratug. „Garðar hefur mjög víðtæka reynslu af störfum innan sjávarútvegs en frá því að hann hóf störf í fiskvinnslu á unglingsárum hefur hann gegnt hinum ýmsu störfum á sviði framleiðslu, sölu og markaðsmála. Garðar hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu félagsins undanfarin ár, nú síðast með því að leiða uppsjávarsvið félagsins í áratug með góðum árangri,“ segir í tilkynningunni. Samhliða því að taka við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði mun Garðar flytja með fjölskyldu sína til Fáskrúðsfjarðar. Hann er kvæntur Aldísi Önnu Sigurjónsdóttir, náms- og starfsráðgjafa, og eiga þau saman fjögur börn. Loðnuvinnslan er að mestu leyti í eigu kaupfélagsins. „Rekstur Loðnuvinnslunnar hefur gengið vel undanfarin ár og var árið 2022 besta ár í sögu félagsins. Eigið fé félagsins hefur fimmfaldast á undanförnum 10 árum, farið úr 3 milljörðum í 16 milljarða, og hagnaður verið samtals 14,5 milljarðar. Stjórnir beggja félaganna þakka Friðriki fyrir öfluga uppbyggingu og farsælt starf í þágu þeirra á liðnum árum.“ Friðriki líst vel á breytinguna. „Ég vil þakka fyrir það traust og þann stuðning sem ég hef fengið frá starfsfólki og stjórn félaga á liðnum árum. Ég er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Jafnframt er ég þakklátur því að jafn reynslumikill og traustur maður og Garðar Svavarsson taki við keflinu í haust og leiði fyrirtækið inn í nýja tíma,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson. Vistaskipti Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Brim Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu vegna vistaskiptanna segir að Garðar sé sjávarútvegsfræðingur að mennt og komi til félaganna frá Brim hf. þar sem hann hefur starfað í 24 ár, þar af sem forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims hf. undanfarinn áratug. „Garðar hefur mjög víðtæka reynslu af störfum innan sjávarútvegs en frá því að hann hóf störf í fiskvinnslu á unglingsárum hefur hann gegnt hinum ýmsu störfum á sviði framleiðslu, sölu og markaðsmála. Garðar hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu félagsins undanfarin ár, nú síðast með því að leiða uppsjávarsvið félagsins í áratug með góðum árangri,“ segir í tilkynningunni. Samhliða því að taka við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði mun Garðar flytja með fjölskyldu sína til Fáskrúðsfjarðar. Hann er kvæntur Aldísi Önnu Sigurjónsdóttir, náms- og starfsráðgjafa, og eiga þau saman fjögur börn. Loðnuvinnslan er að mestu leyti í eigu kaupfélagsins. „Rekstur Loðnuvinnslunnar hefur gengið vel undanfarin ár og var árið 2022 besta ár í sögu félagsins. Eigið fé félagsins hefur fimmfaldast á undanförnum 10 árum, farið úr 3 milljörðum í 16 milljarða, og hagnaður verið samtals 14,5 milljarðar. Stjórnir beggja félaganna þakka Friðriki fyrir öfluga uppbyggingu og farsælt starf í þágu þeirra á liðnum árum.“ Friðriki líst vel á breytinguna. „Ég vil þakka fyrir það traust og þann stuðning sem ég hef fengið frá starfsfólki og stjórn félaga á liðnum árum. Ég er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Jafnframt er ég þakklátur því að jafn reynslumikill og traustur maður og Garðar Svavarsson taki við keflinu í haust og leiði fyrirtækið inn í nýja tíma,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson.
Vistaskipti Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Brim Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira