Bætir þremur erlendum konum við Njarðvíkurliðið og lofar skemmtun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 13:31 Rúnar Ingi Erlingsson þarf enn á ný að búa til nýtt lið hjá Njarðvík. Vísir/Snædís Bára Njarðvíkurliðið mætir gerbreytt til leiks í Subway deild kvenna í körfubolta næsta vetur og allir erlendu leikmenn liðsins hafa yfirgefið liðið. Njarðvík tilkynnti á heimasíðu sinni að félagið sé nú búið að semja við þrjá nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir eru bandarísk stelpa, króatísk stelpa og dönsk stelpa. Njarðvíkurkonur náðu ekki að verja titilinn í fyrra en liðið gekk þá einnig í gegnum miklar breytingar á milli tímabila. „Ég er virkilega spenntur að fá þessa leikmenn til liðs við okkur. Þær eru allar ansi fjölhæfar og með mörg vopn sóknarlega ásamt því að vilja setja tóninn varnarlega,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, samtali við heimasíðu Njarðvíkur. „Allar hafa þær verið leiðtogar í sínum félagsliðum og berum við miklar væntingar til þeirra á því sviði líka. Ég get allavega lofað að það verður gaman að horfa á Njarðvíkurliðið spila körfubolta í vetur,“ sagði Rúnar Ingi. Allir þrír leikmennirnir spila vanalega sem bakverðir og eru því kannski lágvaxnari en tveir af þremur erlendu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð. Það má má því líklega búast við hraðari leik hjá Njarðvík í vetur eins og þjálfarinn var væntanlega að ýja að í viðtalinu. Tynice Martin er frá Bandaríkjunum en spilaði á síðasta tímabili með Vive í Finnlandi við góðan orðstír. Tynice er 180cm fjölhæfur bakvörður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Andela Strize er Króati sem hefur spilað í heimalandinu allan sinn feril ásamt því að spila með yngri landsliðum Króatíu. Andela er 24 ára bakvörður sem skoraði 17 stig að meðaltali með liði Medvescak á síðustu leiktíð. Ena Viso kemur frá Danmörku en Ena er hávaxinn bakvörður sem getur leyst stöðu leikstjórnanda. Hún spilaði afar vel með liði BK Amager á síðustu leiktíð og var meðal annats valin bakvörður ársins á Eurobasket í dönsku deildinni. Ena er 30 ára og hefur spilað með danska landsliðinu á síðustu árum og kemur með mikla reynslu inn í Njarðvíkurliðið. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Njarðvík tilkynnti á heimasíðu sinni að félagið sé nú búið að semja við þrjá nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir eru bandarísk stelpa, króatísk stelpa og dönsk stelpa. Njarðvíkurkonur náðu ekki að verja titilinn í fyrra en liðið gekk þá einnig í gegnum miklar breytingar á milli tímabila. „Ég er virkilega spenntur að fá þessa leikmenn til liðs við okkur. Þær eru allar ansi fjölhæfar og með mörg vopn sóknarlega ásamt því að vilja setja tóninn varnarlega,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, samtali við heimasíðu Njarðvíkur. „Allar hafa þær verið leiðtogar í sínum félagsliðum og berum við miklar væntingar til þeirra á því sviði líka. Ég get allavega lofað að það verður gaman að horfa á Njarðvíkurliðið spila körfubolta í vetur,“ sagði Rúnar Ingi. Allir þrír leikmennirnir spila vanalega sem bakverðir og eru því kannski lágvaxnari en tveir af þremur erlendu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð. Það má má því líklega búast við hraðari leik hjá Njarðvík í vetur eins og þjálfarinn var væntanlega að ýja að í viðtalinu. Tynice Martin er frá Bandaríkjunum en spilaði á síðasta tímabili með Vive í Finnlandi við góðan orðstír. Tynice er 180cm fjölhæfur bakvörður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Andela Strize er Króati sem hefur spilað í heimalandinu allan sinn feril ásamt því að spila með yngri landsliðum Króatíu. Andela er 24 ára bakvörður sem skoraði 17 stig að meðaltali með liði Medvescak á síðustu leiktíð. Ena Viso kemur frá Danmörku en Ena er hávaxinn bakvörður sem getur leyst stöðu leikstjórnanda. Hún spilaði afar vel með liði BK Amager á síðustu leiktíð og var meðal annats valin bakvörður ársins á Eurobasket í dönsku deildinni. Ena er 30 ára og hefur spilað með danska landsliðinu á síðustu árum og kemur með mikla reynslu inn í Njarðvíkurliðið.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti