Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 10:27 Frá minningarathöfn í Lviv í fyrra, þar sem þeirra sem dóu í sprengingunni í Olenivka var minnst. Getty/Mykola Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37