Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir er varða fíkniefnainnflutning.
Fram hefur komið að tveir voru handteknir um borð í skútunni en sá þriðji í landi. Sá elsti er fæddur árið 1970 en sá yngsti árið 2002.
Mikið hefur verið um innflutning á kókaíni hingað til lands undanfarin misseri. Sex sæta gæsluvarðhaldi þessa stundina í tengslum við rannsókn lögreglu á innflutningi á kókaíni. Þá hafa fjölmörg burðardýr hlotið dóma undanfarinn mánuð eftir tilraun til innflutnings á kókaíni til landsins.
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tjáði fréttastofu á dögunum að langt væri síðan lögregla hefði lagt hald á svo mikið magn af hassi.