Gyðingasöfnuðir í Argentínu segja nýlegu viðbótina á matseðilinn móðgandi og viðbjóðslega. Rétturinn Adolf Fries, eða Adolfs-franskar , fól í sér franskar kartöflur með beikoni og cheddarosti. Önnu Frank-borgarinn samanstóð af hundrað grömmum af nautakjöti, káli, tómötum, súrum gúrkum og mæjónesi. Borgarinn kostaði ellefu dollara, eða í kringum fimmtán hundruð krónur.
Þá seldi staðurinn að auki franskar kartöflur að nafni Benito, kenndar við fasistaleiðtogann Benito Mussolini og Gengis, kenndir við Gengis Khan, leiðtoga Mongólaveldisins.
Skjáskot af matseðlinum má sjá hér að neðan.
Restaurant sparks outrage over Anne Frank burger and Adolf fries https://t.co/1rHALFxEuu pic.twitter.com/c6B3gTq7cF
— New York Post (@nypost) August 2, 2023
Réttirnir hafa nú verið fjarlægðir af matseðlinum og vetingarstaðurinn sent frá sér afsökunarbeiðni.