„Þetta er alveg það mikið tjón að maður talar við lögfræðing“ Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 11:06 Bubbi drepur nú tímann á Krít og bíður eftir því að komast heim með fjölskyldunni. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens segist sitja uppi með mikið fjárhagslegt tjón eftir að flugferð hans frá eyjunni Krít var skyndilega aflýst í gær. Það eina í stöðunni sé að taka málinu með ró en íslenska hópnum hefur verið tilkynnt að ekki verði flogið til Íslands fyrr en eftir miðnætti að grískum tíma. Upphaflegur brottfarartími var klukkan 18:45 að staðartíma í gærkvöld og var farþegum fyrst tilkynnt um rúmlega tveggja klukkustunda seinkun þegar komið var að því að fara um borð, að sögn Bubba. Síðar var flugferðinni aflýst og farþegum útveguð gisting á hóteli yfir nóttina. Tónlistarmaðurinn þjóðþekkti er strandaglópur á Krít á afar óheppilegum tíma þar sem hann átti bókaða veiði í Laxá í Aðaldal um helgina. „Verslunarmannahelgin er farin og þú gerir ekki mikið í svona bið með börn. Þá er bara að reyna að tækla þetta á sem jákvæðastan máta. Ég hef alveg fullan skilning á því að svona hlutir geta gerst en ég meina ef það slitnar strengur hjá mér á tónleikum þá er nú alltaf aukagítar á vængnum og hann er kominn í fangið á mér mjög fljótlega,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. „Maður gerir alltaf ráð fyrir því að eitthvað sem geti fokkast upp muni fokkast upp og mér finnst þessi viðbrögð vera mjög sein. Maður hefði kannski vonað að það væri flogið núna í morgunsárið á íslenskum tíma og við hefðum þá verið komin heim seinni partinn en það er ekki.“ Samkvæmt Icelandair var fluginu fyrst frestað vegna tæknibilunar. Flugfélagið hafi svo neyðst til að aflýsa fluginu vegna reglna um hvíldartíma áhafna. Kannar bótarétt sinn Bubbi kvartar undan upplýsingagjöf Icelandair í gær og telur að félagið hafi átt að vera betur undir þetta búið. Hann er staddur á Krít ásamt Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, eiginkonu hans, vinahjónum og börnum. „Þetta var gríðarstór hópur af fólki, mikið af litlum börnum og líka eldra fólk og greinilega hafði ekki góð áhrif, skiljanlega. Síðan kom bara skilaboð um að það yrði flogið klukkan eitt að grískum tíma, ætli það sé ekki 10-11 að íslenskum tíma sem þýðir að við erum komin einhvern tíma í fyrramálið og þá er sunnudagurinn farinn.“ Bubbi og fjölskylda fá að njóta borgarinnar Chania aðeins lengur en áætlað var en mikill hiti er nú á svæðinu.Getty/Gatsi „Svona bara gerast hlutirnir og það er bara tvennt í stöðunni, það er að pirra sig ekki mikið, að ráðfæra sig við lögfræðing og svo bara að reyna að vera glaður og reyna að gera daginn einhvern veginn sem bestan fyrir krakkanna,“ segir Bubbi sem hyggst kanna bótarétt sinn þar sem auk laxveiðiferðarinnar hafi hann átt bókað innanlandsflug sem hann missi nú af. „Þetta er alveg það mikið tjón að maður talar við lögfræðing.“ Bubbi telur það ekki þess virði að fara norður í Aðaldal við heimkomu til að reyna kreista einhverjar klukkustundir út úr veiðiferðinni. „Ég væri þá að veiða í hálfan eða einn dag, ef ég næ því. Ég er ekki að sjá mig ná því um verslunarmannahelgi, þetta er allt fullbókað maður. En það er minnsta málið, ég græt það ekkert en hins vegar á maður alltaf að hafa bakvið eyrun hver réttur manns er,“ bætir Bubbi við. Hætti að reykja og fór að safna fyrir laxveiðiferðum Laxveiði verður seint talin ódýrt sport og kveðst tónlistarmaðurinn hafa verið duglegur að leggja til hliðar til þess að geta stundað áhugamálið. „Árið 2005 hætti ég að reykja. Ég reykti tvo pakka af sígarettum á dag og á hverjum degi tek ég frá tvo pakka af sígarettum sem fara í veiðisjóð. Svo bæti ég einum pakka við til að verðlauna mig.“ Með þessum hætti hafi hann náð að safna einhverjum hundruð þúsund króna á ári. Laxá í Aðaldal er eftirsóttur staður fyrir laxveiðimenn.Hansueli Krapf (CC BY 2.5) „Mér fannst alltaf svo dýrt að reykja þannig að ég ákvað að þetta yrði gulrótin, að hætta að reykja og nota reykingapeninginn í laxveiði,“ segir Bubbi léttur. Greint var frá veiðiferð sem hann fór í Laxá í byrjun júlí á vefnum Veiðar.is þar sem sonur hans Brynjar Úlfur Morthens veiddi sinn fyrsta lax í ánni. Hiti mælist nú 33 stig þar sem Bubbi er staddur á Krít og ætlar fjölskyldan að reyna að drepa tímann fram að brottför í skugga frá sólinni. „Fara í einhverjar búðir mögulega, en í svona hita þá reynir maður bara að halda sig til hlés.“ Grikkland Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bubbi strandaglópur á Krít Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim. 4. ágúst 2023 22:53 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Upphaflegur brottfarartími var klukkan 18:45 að staðartíma í gærkvöld og var farþegum fyrst tilkynnt um rúmlega tveggja klukkustunda seinkun þegar komið var að því að fara um borð, að sögn Bubba. Síðar var flugferðinni aflýst og farþegum útveguð gisting á hóteli yfir nóttina. Tónlistarmaðurinn þjóðþekkti er strandaglópur á Krít á afar óheppilegum tíma þar sem hann átti bókaða veiði í Laxá í Aðaldal um helgina. „Verslunarmannahelgin er farin og þú gerir ekki mikið í svona bið með börn. Þá er bara að reyna að tækla þetta á sem jákvæðastan máta. Ég hef alveg fullan skilning á því að svona hlutir geta gerst en ég meina ef það slitnar strengur hjá mér á tónleikum þá er nú alltaf aukagítar á vængnum og hann er kominn í fangið á mér mjög fljótlega,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. „Maður gerir alltaf ráð fyrir því að eitthvað sem geti fokkast upp muni fokkast upp og mér finnst þessi viðbrögð vera mjög sein. Maður hefði kannski vonað að það væri flogið núna í morgunsárið á íslenskum tíma og við hefðum þá verið komin heim seinni partinn en það er ekki.“ Samkvæmt Icelandair var fluginu fyrst frestað vegna tæknibilunar. Flugfélagið hafi svo neyðst til að aflýsa fluginu vegna reglna um hvíldartíma áhafna. Kannar bótarétt sinn Bubbi kvartar undan upplýsingagjöf Icelandair í gær og telur að félagið hafi átt að vera betur undir þetta búið. Hann er staddur á Krít ásamt Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, eiginkonu hans, vinahjónum og börnum. „Þetta var gríðarstór hópur af fólki, mikið af litlum börnum og líka eldra fólk og greinilega hafði ekki góð áhrif, skiljanlega. Síðan kom bara skilaboð um að það yrði flogið klukkan eitt að grískum tíma, ætli það sé ekki 10-11 að íslenskum tíma sem þýðir að við erum komin einhvern tíma í fyrramálið og þá er sunnudagurinn farinn.“ Bubbi og fjölskylda fá að njóta borgarinnar Chania aðeins lengur en áætlað var en mikill hiti er nú á svæðinu.Getty/Gatsi „Svona bara gerast hlutirnir og það er bara tvennt í stöðunni, það er að pirra sig ekki mikið, að ráðfæra sig við lögfræðing og svo bara að reyna að vera glaður og reyna að gera daginn einhvern veginn sem bestan fyrir krakkanna,“ segir Bubbi sem hyggst kanna bótarétt sinn þar sem auk laxveiðiferðarinnar hafi hann átt bókað innanlandsflug sem hann missi nú af. „Þetta er alveg það mikið tjón að maður talar við lögfræðing.“ Bubbi telur það ekki þess virði að fara norður í Aðaldal við heimkomu til að reyna kreista einhverjar klukkustundir út úr veiðiferðinni. „Ég væri þá að veiða í hálfan eða einn dag, ef ég næ því. Ég er ekki að sjá mig ná því um verslunarmannahelgi, þetta er allt fullbókað maður. En það er minnsta málið, ég græt það ekkert en hins vegar á maður alltaf að hafa bakvið eyrun hver réttur manns er,“ bætir Bubbi við. Hætti að reykja og fór að safna fyrir laxveiðiferðum Laxveiði verður seint talin ódýrt sport og kveðst tónlistarmaðurinn hafa verið duglegur að leggja til hliðar til þess að geta stundað áhugamálið. „Árið 2005 hætti ég að reykja. Ég reykti tvo pakka af sígarettum á dag og á hverjum degi tek ég frá tvo pakka af sígarettum sem fara í veiðisjóð. Svo bæti ég einum pakka við til að verðlauna mig.“ Með þessum hætti hafi hann náð að safna einhverjum hundruð þúsund króna á ári. Laxá í Aðaldal er eftirsóttur staður fyrir laxveiðimenn.Hansueli Krapf (CC BY 2.5) „Mér fannst alltaf svo dýrt að reykja þannig að ég ákvað að þetta yrði gulrótin, að hætta að reykja og nota reykingapeninginn í laxveiði,“ segir Bubbi léttur. Greint var frá veiðiferð sem hann fór í Laxá í byrjun júlí á vefnum Veiðar.is þar sem sonur hans Brynjar Úlfur Morthens veiddi sinn fyrsta lax í ánni. Hiti mælist nú 33 stig þar sem Bubbi er staddur á Krít og ætlar fjölskyldan að reyna að drepa tímann fram að brottför í skugga frá sólinni. „Fara í einhverjar búðir mögulega, en í svona hita þá reynir maður bara að halda sig til hlés.“
Grikkland Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bubbi strandaglópur á Krít Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim. 4. ágúst 2023 22:53 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Bubbi strandaglópur á Krít Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim. 4. ágúst 2023 22:53