Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 15:08 Myndskeið sem birt var í dag sýnir dróna nálgast rússneska tankskipið á Svartahafi. Ap Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. Dróni sem er sagður hafa borið 450 kílógrömm af TNT-sprengiefni gerði árás á skipið Sig á Svartahafi skömmu fyrir miðnætti, að sögn heimildarmanns innan úkraínsku öryggisþjónustunnar. Sprengingin skildi eftir sig gat á vélarrúmi skipsins við vatnslínuna og kepptist ellefu manna áhöfn við að stöðva innflæði vatns, að sögn rússneskra yfirvalda. Að endingu hafi sjór hætt að flæða inn í skipið. CNN greinir frá þessu og hefur eftir sjóflutningastofnun Rússlands að engum hafi orðið meint af og tankskipið hafi ekki verið að flytja olíu þegar dróninn lenti á skipinu. Úkraínskir embættismenn staðhæfa að einhverjir hafi slasast í áhöfn og að tankskipið hafi borið olíu fyrir rússneska herinn. Atvikið átti sér stað einungis fáum klukkustundum eftir að úkraínskir drónar voru notaðir til að gera árás á mikilvæga flotastöð í strandborginni Novorossiysk við Svartahaf þar sem finna má eina stærstu vöruflutningahöfn Rússa. Dróninn hæfði þar rússneskt skip en einnig var notast við fjarstýrða sjálfsprengibáta. Árásir Úkraínumanna þar sem notast er við ómönnuð loftför hafa færst í aukanna á síðustu vikum. Hafa þær reglulega verið gerðar á rússnesku yfirráðasvæði og meðal annars í höfuðborginni Moskvu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Dróni sem er sagður hafa borið 450 kílógrömm af TNT-sprengiefni gerði árás á skipið Sig á Svartahafi skömmu fyrir miðnætti, að sögn heimildarmanns innan úkraínsku öryggisþjónustunnar. Sprengingin skildi eftir sig gat á vélarrúmi skipsins við vatnslínuna og kepptist ellefu manna áhöfn við að stöðva innflæði vatns, að sögn rússneskra yfirvalda. Að endingu hafi sjór hætt að flæða inn í skipið. CNN greinir frá þessu og hefur eftir sjóflutningastofnun Rússlands að engum hafi orðið meint af og tankskipið hafi ekki verið að flytja olíu þegar dróninn lenti á skipinu. Úkraínskir embættismenn staðhæfa að einhverjir hafi slasast í áhöfn og að tankskipið hafi borið olíu fyrir rússneska herinn. Atvikið átti sér stað einungis fáum klukkustundum eftir að úkraínskir drónar voru notaðir til að gera árás á mikilvæga flotastöð í strandborginni Novorossiysk við Svartahaf þar sem finna má eina stærstu vöruflutningahöfn Rússa. Dróninn hæfði þar rússneskt skip en einnig var notast við fjarstýrða sjálfsprengibáta. Árásir Úkraínumanna þar sem notast er við ómönnuð loftför hafa færst í aukanna á síðustu vikum. Hafa þær reglulega verið gerðar á rússnesku yfirráðasvæði og meðal annars í höfuðborginni Moskvu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50