Frelsi og umburðarlyndi Friðjón Friðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 10:30 Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Borgarfulltrúarnir munu með þátttöku í göngunni, hvar sem þeir eru í flokki, taka undir þær áherslur sem borgin setur um að sýna samstöðu og stuðning við trans fólk og hinsegin fræðslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Fyrir okkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fellur slíkur stuðningur sérstaklega vel að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur þar sem við tókum fram að við viljum áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Við tókum líka fram að þarft sé að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Stjórnvöld þurfi að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við samtök þeirra og sérstaklega verði skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjölskyldna, einkum með tilliti til ættleiðinga, skráningar og sjálfkrafa viðurkenningar samkynja foreldra og að setja þurfi skýra stefnu um hinsegin fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Þá ályktaði landsfundur að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Að lokum var samþykkt á einum fjölmennasta landsfundi síðari ára, að fólki eigi að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild er setning sem fellur sérstaklega vel að grunngildum Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi og trú á einstaklinginn. Það eru 94 ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þessi grunngildi hafa ávallt verið hluti af stefnu okkar. Nokkuð sem okkur öllum sem gegna trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokksinn er vert að muna og við eigum líka að nota tækifærið og minna fólk á, sama hvar það stendur, á hvaða grunni við stöndum. Sjálfstæðisstefnan er umburðarlynd og bjartsýn fyrir þjóðina og við í Sjálfstæðisflokknum stöndum með öllum einstaklingum óháð skoðunum, óháð trú og óháð kynhneigð. Fyrir mér er frelsið grunnstef allra mannréttinda og á að vera mælikvarði allra athafna okkar sem gegna opinberum hlutverkum. Það á við í smáu sem stóru. Það er holur hljómur í orðum þeirra sem segjast styðja mannréttindi og frelsi en bæta svo alltaf við að nú sé ekki rétti tíminn, að aðstæður hér á landi séu sérstakar eða hlutirnir hafi nú bara alltaf verið svona og óþarfi sé að breyta. Réttindabarátta hinsegin fólks er frelsisbarátta, hún snýst um frelsi til að elska og frelsi til að vera. Þess vegna er það stefna Sjálfstæðisflokksins að styðja við hinsegin fólk, nú og til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sjálfstæðisflokkurinn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Borgarfulltrúarnir munu með þátttöku í göngunni, hvar sem þeir eru í flokki, taka undir þær áherslur sem borgin setur um að sýna samstöðu og stuðning við trans fólk og hinsegin fræðslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Fyrir okkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fellur slíkur stuðningur sérstaklega vel að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur þar sem við tókum fram að við viljum áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Við tókum líka fram að þarft sé að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Stjórnvöld þurfi að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við samtök þeirra og sérstaklega verði skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjölskyldna, einkum með tilliti til ættleiðinga, skráningar og sjálfkrafa viðurkenningar samkynja foreldra og að setja þurfi skýra stefnu um hinsegin fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Þá ályktaði landsfundur að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Að lokum var samþykkt á einum fjölmennasta landsfundi síðari ára, að fólki eigi að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild er setning sem fellur sérstaklega vel að grunngildum Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi og trú á einstaklinginn. Það eru 94 ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þessi grunngildi hafa ávallt verið hluti af stefnu okkar. Nokkuð sem okkur öllum sem gegna trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokksinn er vert að muna og við eigum líka að nota tækifærið og minna fólk á, sama hvar það stendur, á hvaða grunni við stöndum. Sjálfstæðisstefnan er umburðarlynd og bjartsýn fyrir þjóðina og við í Sjálfstæðisflokknum stöndum með öllum einstaklingum óháð skoðunum, óháð trú og óháð kynhneigð. Fyrir mér er frelsið grunnstef allra mannréttinda og á að vera mælikvarði allra athafna okkar sem gegna opinberum hlutverkum. Það á við í smáu sem stóru. Það er holur hljómur í orðum þeirra sem segjast styðja mannréttindi og frelsi en bæta svo alltaf við að nú sé ekki rétti tíminn, að aðstæður hér á landi séu sérstakar eða hlutirnir hafi nú bara alltaf verið svona og óþarfi sé að breyta. Réttindabarátta hinsegin fólks er frelsisbarátta, hún snýst um frelsi til að elska og frelsi til að vera. Þess vegna er það stefna Sjálfstæðisflokksins að styðja við hinsegin fólk, nú og til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun