Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 11:21 Hart er barist um hinn 21 árs gamla Ekvadora Moisés Caicedo, sem kom til Brighton fyrir tveimur árum. Getty/Craig Mercer Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti knattspyrnumanna, segir Caicedo búinn að tjá Liverpool það að hann vilji eingöngu semja við Chelsea. Hann hafi verið búinn að semja við Chelsea um sín kaup og kjör í lok maí. Nú reyni Chelsea að ná samningum við Brighton. EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! #CFCCaicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023 Sky Sports fjallar einnig um málið í dag og segir að Caicedo og hans fulltrúar haldi kyrru fyrir í London. Þó hafi ekkert komið fram um hvort að Chelsea hafi lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í miðjumanninn, eftir að kapphlaupinu á milli Liverpool og Chelsea virtist lokið. Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool. The Player and his representatives remain in London pic.twitter.com/vMvgb613il— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2023 Sky segir þó að Chelsea hafi ekki gefist upp en að mikið þurfi til að breytingar verði svona seint. Brighton hafi verið búið að setja ákveðin tímamörk og endað á að semja við Liverpool um 111 milljóna punda sölu. Brighton hafi ekki áhuga á frekari samningaviðræðum. Chelsea sé samt búið að bjóða Caicedo betri samning og vonist til að Caicedo láti eitthvað breytast með því að mótmæla því að fara til Liverpool og fullyrða að hann vilji eingöngu fara til Chelsea. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður á blaðamannafundi í dag út í kaupverðið á Caicedo út frá þeirri staðreynd að fyrir nokkrum árum sagðist hann aldrei myndu eyða 100 milljónum punda í einn leikmann. „Það hefur allt breyst. Er ég ánægður með það? Nei. Sá ég að ég hafði rangt fyrir mér? Já. Svona er þetta bara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi vegna stórleiksins við Chelsea á sunnudaginn. „Sádi Arabía hjálpar ekki til við þetta. Á endanum snýst þetta um að við reynum að búa til eins gott lið og við getum,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Erkifjendur berjast í Leikhúsi draumanna Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti knattspyrnumanna, segir Caicedo búinn að tjá Liverpool það að hann vilji eingöngu semja við Chelsea. Hann hafi verið búinn að semja við Chelsea um sín kaup og kjör í lok maí. Nú reyni Chelsea að ná samningum við Brighton. EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! #CFCCaicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023 Sky Sports fjallar einnig um málið í dag og segir að Caicedo og hans fulltrúar haldi kyrru fyrir í London. Þó hafi ekkert komið fram um hvort að Chelsea hafi lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í miðjumanninn, eftir að kapphlaupinu á milli Liverpool og Chelsea virtist lokið. Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool. The Player and his representatives remain in London pic.twitter.com/vMvgb613il— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2023 Sky segir þó að Chelsea hafi ekki gefist upp en að mikið þurfi til að breytingar verði svona seint. Brighton hafi verið búið að setja ákveðin tímamörk og endað á að semja við Liverpool um 111 milljóna punda sölu. Brighton hafi ekki áhuga á frekari samningaviðræðum. Chelsea sé samt búið að bjóða Caicedo betri samning og vonist til að Caicedo láti eitthvað breytast með því að mótmæla því að fara til Liverpool og fullyrða að hann vilji eingöngu fara til Chelsea. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður á blaðamannafundi í dag út í kaupverðið á Caicedo út frá þeirri staðreynd að fyrir nokkrum árum sagðist hann aldrei myndu eyða 100 milljónum punda í einn leikmann. „Það hefur allt breyst. Er ég ánægður með það? Nei. Sá ég að ég hafði rangt fyrir mér? Já. Svona er þetta bara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi vegna stórleiksins við Chelsea á sunnudaginn. „Sádi Arabía hjálpar ekki til við þetta. Á endanum snýst þetta um að við reynum að búa til eins gott lið og við getum,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Erkifjendur berjast í Leikhúsi draumanna Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira