Undanfarna mánuði hefur kalt stríð geisað á milli Mbappé og PSG en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við liðið sem hingað til hefur harðneitað að selja hann þrátt fyrir að Mbappé hafi áhuga á að leita á ný mið og neitað að framlengja samning sinn við liðið.
Samskipti hans og PSG hafa verið í algjörum hnút en forráðamenn franska liðsins telja að Mbappé hafi þegar samið við Real Madríd um félagaskipti sumarið 2024 þegar samningur hans við PSG rennur út.
Al Hilal reyndi að höggva á hnútinn í sumar og bauð stjarnfræðilega háar upphæðir, bæði til PSG til að kaupa Mbappé og leikmanninum sjálfum 700 milljónir evra í árslaun, en hann neitað að svo mikið sem ræða við Sádana.
Hann var í kjölfarið settur á ís hjá PSG og fór ekki með liðinu í æfingaferð til Asíu og eftir að liðið kom til baka hefur hann æft einn. En eftir gott samtal á milli hans og stjórnenda liðsins virðist eitthvað vera að rofa til og Mbappé kominn inn úr frostinu.
BREAKING: Kylian Mbappé has been reintegrated into Paris Saint-Germain first squad.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2023
PSG statement:
Following very constructive, positive talks between PSG and Kylian Mbappé before game vs Lorient, the player has been reinstated into first team training squad this morning . pic.twitter.com/qNUVRGgZbQ