Ætlar að stórauka barnavernd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaráætlun í barnavernd á haustþingi ásamt tillögum að gerðum fyrir börn með fjölþættan vanda, Vísir/Arnar Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín. Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín.
Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira