Elín Metta í Þrótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 17:30 Elín Metta hefur alls spilað 62 A-landsleiki á ferli sínum og skorað í þeim 16 mörk. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa. Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa.
Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira