„Liðið var mjög meðvitað um hvað væri í húfi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. ágúst 2023 20:17 Guðni Eiríksson gat ekki verið neitt annað en sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að siurinn hafi í raun aldrei verið í hættu eftir að FH-ingar bættu öðru og þriðja markinu við eftir rúmlega hálftíma leik. „Ég er alveg sammála því. Við lokuðum leiknum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu og þetta var verðskuldaður sigur hjá FH-liðinu í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. Með sigrinum tryggði FH sér sæti í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur, en fyrir leik hafði Guðni einmitt orð á því að það væri gulrótin sem liðið væri að eltast við í kvöld. „Algjörlega, og liðið var mjög meðvitað um það hvað væri í húfi. Það voru líka fleiri gulrætur í boði því FH-liðið hefur ekki safnað svona mörgum stigum áður, þannig að það er líka jákvætt. Þannig að það var fullt af gulrótum og liðið vildi svo sannarlega sækja þessi þrjú stig.“ „Ég er heilt yfir mjög sáttur með uppleggið og eins sáttur með frammistöðu leikmanna.“ FH-ingar hafa nú safnað 25 stigum þegar enn eru tvær umferðir í að deildinni verði skipt upp, en Guðni segist ekki hafa verið að horfa í einhvern ákveðinn stigafjölda áður en mótið hófst. „Við vorum ekki að horfa beint í stigin, heldur vorum við að horfa í að enda í topp sex. Að það skuli vera komið í hús þegar tvær umferðir eru eftir er bara frábært.“ FH-ingar taka á móti Stjörnunni næstkomandi sunnudag í 17. umferð Bestu-deildarinnar og býst Guðni við hörkuleik þar. „Það var hörkuleikur á móti Stjörnunni síðast og ég á ekki von á neinu öðru en að sama verði uppi á teningnum um helgina. FH-liðið mætir vel gírað í þann leik.“ Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira
„Ég er alveg sammála því. Við lokuðum leiknum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu og þetta var verðskuldaður sigur hjá FH-liðinu í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. Með sigrinum tryggði FH sér sæti í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur, en fyrir leik hafði Guðni einmitt orð á því að það væri gulrótin sem liðið væri að eltast við í kvöld. „Algjörlega, og liðið var mjög meðvitað um það hvað væri í húfi. Það voru líka fleiri gulrætur í boði því FH-liðið hefur ekki safnað svona mörgum stigum áður, þannig að það er líka jákvætt. Þannig að það var fullt af gulrótum og liðið vildi svo sannarlega sækja þessi þrjú stig.“ „Ég er heilt yfir mjög sáttur með uppleggið og eins sáttur með frammistöðu leikmanna.“ FH-ingar hafa nú safnað 25 stigum þegar enn eru tvær umferðir í að deildinni verði skipt upp, en Guðni segist ekki hafa verið að horfa í einhvern ákveðinn stigafjölda áður en mótið hófst. „Við vorum ekki að horfa beint í stigin, heldur vorum við að horfa í að enda í topp sex. Að það skuli vera komið í hús þegar tvær umferðir eru eftir er bara frábært.“ FH-ingar taka á móti Stjörnunni næstkomandi sunnudag í 17. umferð Bestu-deildarinnar og býst Guðni við hörkuleik þar. „Það var hörkuleikur á móti Stjörnunni síðast og ég á ekki von á neinu öðru en að sama verði uppi á teningnum um helgina. FH-liðið mætir vel gírað í þann leik.“
Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52