Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2023 13:00 Ævar Pálmi Pálmasson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikilvægt að öll möguleg tilvik hatursglæpa séu tilkynnt lögreglu. Vísir/Arnar Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Hinsegin Lögreglan Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum
Hinsegin Lögreglan Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira