Ríkið hafi tekið á sig ábyrgð á velferð flóttafólks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2023 16:51 Finnbjörn A. Hermannsson tók við sem forseti ASÍ í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Miðstjórn ASÍ lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að flóttafólk í sérstaklega berskjaldaðri stöðu sé sent út á götuna, svipt þjónustu og ekki gefinn kostur á að sjá sér farborða í íslensku samfélagi. Þetta kemur fram í tilkynningu ASÍ. „Með því að útiloka flóttafólk frá samfélagslegri þjónustu eykst hætta á að viðkomandi sæti misneytingu sökum jaðarsetningar og allsleysis. Algjörri útskúfun úr samfélagi manna fylgja margvíslegar aðrar hættur og ógnir við líf og velferð þeirra sem lögin segja verðskulda svo ómannúðlega meðferð,“ segir þar ennfremur. Þá segir að umrætt flóttafólk hafi iðulega dvalið árum saman hér á landi þar sem ríkið hafi ekki tryggt eðlilegan málsmeðferðarhraða eða séð til þess að til staðar sé öruggur móttökustaður. „Með því móti hefur íslenska ríkið tekið á sig ábyrgð á lífi og velferð þessa fólks og frá þeirri ábyrgð getur ríkisvaldið ekki hlaupist nú. Verkalýðshreyfingin sem stærsta mannréttindahreyfing í heimi getur ekki setið hjá í málum sem þessu. Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að standa undir ábyrgð sinni og taka á þeim áskorunum sem við blasa í málaflokknum með mannúð og mildi að leiðarljósi,“ segir að lokum í yfirlýsingu. Í gær var greint frá því að dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi ASÍ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu ASÍ. „Með því að útiloka flóttafólk frá samfélagslegri þjónustu eykst hætta á að viðkomandi sæti misneytingu sökum jaðarsetningar og allsleysis. Algjörri útskúfun úr samfélagi manna fylgja margvíslegar aðrar hættur og ógnir við líf og velferð þeirra sem lögin segja verðskulda svo ómannúðlega meðferð,“ segir þar ennfremur. Þá segir að umrætt flóttafólk hafi iðulega dvalið árum saman hér á landi þar sem ríkið hafi ekki tryggt eðlilegan málsmeðferðarhraða eða séð til þess að til staðar sé öruggur móttökustaður. „Með því móti hefur íslenska ríkið tekið á sig ábyrgð á lífi og velferð þessa fólks og frá þeirri ábyrgð getur ríkisvaldið ekki hlaupist nú. Verkalýðshreyfingin sem stærsta mannréttindahreyfing í heimi getur ekki setið hjá í málum sem þessu. Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að standa undir ábyrgð sinni og taka á þeim áskorunum sem við blasa í málaflokknum með mannúð og mildi að leiðarljósi,“ segir að lokum í yfirlýsingu. Í gær var greint frá því að dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu.
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi ASÍ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira