Píeta vill opna gjaldfrjálsa þjónustu í öllum landshlutum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 12:49 Húsavík Píeta-samtökin stefna að því að opna úrræði með gjaldfrjálsri þjónustu í hverjum landshluta fyrir þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Nýtt Píeta-skjól verður opnað á Húsavík í dag en um sjö hundruð leita til samtakanna á hverju ári. Nýtt svokallað Píetaskjól, sem verður með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Húsavík, verður opið að minnsta kosti einu sinni í viku og annars eftir þörfum en þar geta þau sem er með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra leitað sér aðstoðar. Einar Hrafn Stefánsson, kynningarstjóri samtakanna, segir reynsluna sýna að staðbundin þjónusta gefist sérstaklega vel þrátt fyrir að einnig sé boðið upp á fjarfundi og símaviðtöl allan sólarhringinn. „Okkur finnst alltaf best að vera á staðnum og vera nálægt þessum einstaklingum. Við bjóðum upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir átján ára og eldri og erum með allt að tólf viðtöl fyrir einstaklinga í vanda og allt að fimm viðtöl fyrir aðstandendur. Þessi vinna er liður í markmiði okkar að breiða út þjónustu samtakanna og auka aðgengi á landsbuggðinni. Og tryggja að Píeta-röddin heyrist sem víðast,“ segir Einar. Einar Hrafn Stefánsson er markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna.Anna Maggý Eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist gríðarlega frá því að starfsemin hófst fyrir fimm árum og nú leita að meðaltali um sjö hundruð manns til þeirra á hverju ári. Samtökin eru nú þegar með sambærileg úrræði í Reykjavík og á Akureyri og ætla víðar - ekki síst til að geta sinnt sjálfsvígsforvörnum. „Það er markmiðið hjá okkur að ná í öll landshornin og erum að skoða hvort við getum ekki stækkað á vesturhornið og fyrir austan og það er á langtímaplani. Vonandi gerist það bara sem fyrst,“ segir Einar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Norðurþing Heilbrigðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Nýtt svokallað Píetaskjól, sem verður með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Húsavík, verður opið að minnsta kosti einu sinni í viku og annars eftir þörfum en þar geta þau sem er með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra leitað sér aðstoðar. Einar Hrafn Stefánsson, kynningarstjóri samtakanna, segir reynsluna sýna að staðbundin þjónusta gefist sérstaklega vel þrátt fyrir að einnig sé boðið upp á fjarfundi og símaviðtöl allan sólarhringinn. „Okkur finnst alltaf best að vera á staðnum og vera nálægt þessum einstaklingum. Við bjóðum upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir átján ára og eldri og erum með allt að tólf viðtöl fyrir einstaklinga í vanda og allt að fimm viðtöl fyrir aðstandendur. Þessi vinna er liður í markmiði okkar að breiða út þjónustu samtakanna og auka aðgengi á landsbuggðinni. Og tryggja að Píeta-röddin heyrist sem víðast,“ segir Einar. Einar Hrafn Stefánsson er markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna.Anna Maggý Eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist gríðarlega frá því að starfsemin hófst fyrir fimm árum og nú leita að meðaltali um sjö hundruð manns til þeirra á hverju ári. Samtökin eru nú þegar með sambærileg úrræði í Reykjavík og á Akureyri og ætla víðar - ekki síst til að geta sinnt sjálfsvígsforvörnum. „Það er markmiðið hjá okkur að ná í öll landshornin og erum að skoða hvort við getum ekki stækkað á vesturhornið og fyrir austan og það er á langtímaplani. Vonandi gerist það bara sem fyrst,“ segir Einar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Norðurþing Heilbrigðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira