FIDE bannar trans konum þátttöku og sviptir trans menn titlunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 07:43 Kynjaskipting í skák... vit eða vitleysa? Getty/Anadolu Agency/Omer Taha Cetin Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hefur ákveðið að banna trans konum að taka þátt í mótum fyrir konur, að minnsta kosti tímabundið. Í yfirlýsingu segir að sambandið muni taka sér allt að tveggja ára umþóttunartíma til að meta þær breytingar sem séu að verða á bæði löggjöf ríkja og reglum íþróttasambanda hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. „FIDE mun fylgjast með þessari þróun og kanna hvernig aðlaga má hana að skákheiminum. Tvö ár eru viðmið sem við teljum ásættanlegt fyrir gagngera greiningu á umræddri þróun,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er tekið fram að trans einstaklingar geti áfram keppt í opnum flokkum en sambandið hefur jafnframt ákveðið að trans menn sem unnu titla áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu muni missa titlana. Ákvarðanir FIDE hafa verið harðlega gagnrýndar en Yosha Iglesias, trans kona og atvinnumanneskja í skák, segir þær munu leiða til óþarfa skaða fyrir trans einstaklinga og konur. „Þetta hörmulega ástand mun leiða til þunglyndis og sjálfsvígstilrauna,“ segir hún. Þá segir stórmeistarinn Jennifer Shahade að ákvörðunin sé „fáránleg og hættuleg“. „Það er augljóst að þeir ráðfærðu sig ekki við neinn trans skákmann við útfærsluna,“ segir hún. „Það er ekkert líkamlegt forskot í skák, nema þú trúir því menn séu betri skákmenn en konur,“ segir breska skákkonan og þingmaðurinn Angela Eagle. „Allan skákferil minn var mér sagt að heilar kvenna væru minni en heilar karla og að við ættum ekki að vera að taka þátt yfir höfuð. Bannið er fáránlegt og móðgun við konur.“ Skák Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Í yfirlýsingu segir að sambandið muni taka sér allt að tveggja ára umþóttunartíma til að meta þær breytingar sem séu að verða á bæði löggjöf ríkja og reglum íþróttasambanda hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. „FIDE mun fylgjast með þessari þróun og kanna hvernig aðlaga má hana að skákheiminum. Tvö ár eru viðmið sem við teljum ásættanlegt fyrir gagngera greiningu á umræddri þróun,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er tekið fram að trans einstaklingar geti áfram keppt í opnum flokkum en sambandið hefur jafnframt ákveðið að trans menn sem unnu titla áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu muni missa titlana. Ákvarðanir FIDE hafa verið harðlega gagnrýndar en Yosha Iglesias, trans kona og atvinnumanneskja í skák, segir þær munu leiða til óþarfa skaða fyrir trans einstaklinga og konur. „Þetta hörmulega ástand mun leiða til þunglyndis og sjálfsvígstilrauna,“ segir hún. Þá segir stórmeistarinn Jennifer Shahade að ákvörðunin sé „fáránleg og hættuleg“. „Það er augljóst að þeir ráðfærðu sig ekki við neinn trans skákmann við útfærsluna,“ segir hún. „Það er ekkert líkamlegt forskot í skák, nema þú trúir því menn séu betri skákmenn en konur,“ segir breska skákkonan og þingmaðurinn Angela Eagle. „Allan skákferil minn var mér sagt að heilar kvenna væru minni en heilar karla og að við ættum ekki að vera að taka þátt yfir höfuð. Bannið er fáránlegt og móðgun við konur.“
Skák Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira