Þau sem hafa horft á ofurhetjumyndirnar frá Marvel hafa ef til vill áttað sig á hvað Messi er að vitna í þegar hann fagnar mörkum sínum. Hann útskýrði fögn sín svo:
„Krakkarnir mínir þrír eru enn í fríi og hafa ekki byrjað í skólanum svo á hverju kvöldi horfum við á ofurhetjumynd. Þau komu með hugmyndina og sögðu að í hvert skipti sem ég skora í leik þá þarf ég að fagna eins og ofurhetja.“
Messi on his superhero celebrations:
— B/R Football (@brfootball) August 17, 2023
My three kids are still on vacation and haven't started school yet, so every night we watch superhero movies.
They came up with the idea and told me that whenever I have a game and score a goal, I do a superhero celebration.
But I only do pic.twitter.com/4xlvQbAQsm
„Ég get aðeins gert það í heimaleikjum þegar krakkarnir eru á vellinum, svo við getum deilt þessu augnablikum saman,“ sagði Messi um fögnin sín en á myndunum hér að ofan má sjá hann fagna að hætti Köngulóarmannsins, Svara pardusdýrið og Þór.
Messi hefur til þessa spilað sex leiki með Inter Miami, skorað 9 mörk og gefið eina stoðsendingu. Hann á þó enn eftir að leika í MLS-deildinni en leikirnir sex hafa verið í deildarbikarnum þar sem Inter er komið í úrslit gegn Nashville.