„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Ten Hag var heldur súr eftir leik. EPA-EFE/ANDY RAIN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum. „Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira