Meistararnir gerðu jafntefli í 1. umferð deildarinnar og þar var Mbappé hvergi sjáanlegur enda mikið gengið á milli hans og félagsins í sumar.
Mbappé var á bekknum í dag og kom inn þegar 51 mínúta var liðin en staðan var þá enn markalaus. Rúmum tíu mínútum síðar fengu gestirnir frá París vítaspyrnu. Mbappé fór á punktinn og kom PSG yfir.
Undir lok leiks fengu heimamenn í Toulouse hins vegar vítaspyrnu og úr henni skoraði Zakaria Aboukhlal. Lokatölur 1-1 og ríkjandi meistarar PSG því með aðeins tvö stig að loknum tveimur leikjum.