Enska úrvalsdeildin vart farin af stað en dómgæslan á strax undir högg að sækja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 08:00 Bruno Fernandes var ekki sáttur með að fá ekki vítaspyrnu en fékk gult spjald. Rob Newell/Getty Images Fimm leikir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fóru fram í gær, laugardag, og segja má að dómgæslan sé í brennidepli eftir þá. Dómgæslan í deildinni var strax til umræðu að lokinni 1. umferð þar sem Liverpool taldi sig eiga að hafa fengið vítaspyrnu gegn Chelsea þegar boltinn fór í höndina á Nicolas Jackson innan vítateigs. Nú vildi Manchester United fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar boltinn fór augljóslega í höndina á Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, innan vítateigs. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur á Símanum, sagði í útsendingu Símans að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Bruno Fernandes, leikmaður Man United, sagðist reikna með að lið hans fengi opinberlega afsökunarbeiðni líkt og Úlfarnir fengu eftir 1-0 tap á Old Trafford í 1. umferð. Þá rauk André Onana út í fyrirgjöf og lenti á leikmanni Úlfanna án þess að koma við boltann. "I ll be sitting here and they can come. Bruno Fernandes says he ll be waiting for an apology from refereeing chief Jon Moss over a penalty decision that did not go Manchester United's way during their 2-0 defeat by Tottenham. @awinehouse1 https://t.co/VVF0xXZXqo pic.twitter.com/Lu27aWuV9m— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 19, 2023 Engin vítaspyrna var dæmd en eftir leik gáfu dómarasamtök Englands út yfirlýsingu þess efnis að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Þrátt fyrir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth þá var Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Klopp má vel vera reiður en Gary Lineker, þáttastjóranndi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands tók í sama streng. Mac Allister sees red but it s a nonsense. Referee and VAR at Anfield having a poor day.— Gary Lineker (@GaryLineker) August 19, 2023 Að endingu lét Marco Silva, þjálfari Fulham, dómarann heyra það eftir 0-3 tap sinna manna gegn Brentford. Annað mark Brentford kom úr vítaspyrnu og fékk Tim Ream að líta sitt annað gula spjald þegar hún var dæmd. Það var Silva ósáttur með. „Þeir fengu hornspyrnu og vítaspyrnu í kjölfarið sem aðeins dómarinn sá. Leikmenn mínir voru mjög hissa á ákvörðun dómarans. Ég hef séð þetta tíu sinnum núna og sá ekkert athugavert við atvikið, bara dómarinn og myndbandsdómarinn sáu þetta,“ sagði Silva. Þá bætti hann við að Fulham myndi fá 200 gul spjöld í fyrstu 10 leikjum tímabilsins haldi þetta áfram. "We are going to finish the first 10 games of the season with more than 200 yellow cards for everybody on the pitch" Marco Silva voices his frustrations at Tim Ream's red card pic.twitter.com/5z23ExJT7A— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2023 Myndbandstæknin [VAR] átti að aðstoða dómara við að taka réttar ákvarðanir en miðað við fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið virðist VAR bara ætla að auka á vanlíðan allra þeirra sem fylgjast með deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Dómgæslan í deildinni var strax til umræðu að lokinni 1. umferð þar sem Liverpool taldi sig eiga að hafa fengið vítaspyrnu gegn Chelsea þegar boltinn fór í höndina á Nicolas Jackson innan vítateigs. Nú vildi Manchester United fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar boltinn fór augljóslega í höndina á Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, innan vítateigs. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur á Símanum, sagði í útsendingu Símans að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Bruno Fernandes, leikmaður Man United, sagðist reikna með að lið hans fengi opinberlega afsökunarbeiðni líkt og Úlfarnir fengu eftir 1-0 tap á Old Trafford í 1. umferð. Þá rauk André Onana út í fyrirgjöf og lenti á leikmanni Úlfanna án þess að koma við boltann. "I ll be sitting here and they can come. Bruno Fernandes says he ll be waiting for an apology from refereeing chief Jon Moss over a penalty decision that did not go Manchester United's way during their 2-0 defeat by Tottenham. @awinehouse1 https://t.co/VVF0xXZXqo pic.twitter.com/Lu27aWuV9m— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 19, 2023 Engin vítaspyrna var dæmd en eftir leik gáfu dómarasamtök Englands út yfirlýsingu þess efnis að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Þrátt fyrir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth þá var Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Klopp má vel vera reiður en Gary Lineker, þáttastjóranndi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands tók í sama streng. Mac Allister sees red but it s a nonsense. Referee and VAR at Anfield having a poor day.— Gary Lineker (@GaryLineker) August 19, 2023 Að endingu lét Marco Silva, þjálfari Fulham, dómarann heyra það eftir 0-3 tap sinna manna gegn Brentford. Annað mark Brentford kom úr vítaspyrnu og fékk Tim Ream að líta sitt annað gula spjald þegar hún var dæmd. Það var Silva ósáttur með. „Þeir fengu hornspyrnu og vítaspyrnu í kjölfarið sem aðeins dómarinn sá. Leikmenn mínir voru mjög hissa á ákvörðun dómarans. Ég hef séð þetta tíu sinnum núna og sá ekkert athugavert við atvikið, bara dómarinn og myndbandsdómarinn sáu þetta,“ sagði Silva. Þá bætti hann við að Fulham myndi fá 200 gul spjöld í fyrstu 10 leikjum tímabilsins haldi þetta áfram. "We are going to finish the first 10 games of the season with more than 200 yellow cards for everybody on the pitch" Marco Silva voices his frustrations at Tim Ream's red card pic.twitter.com/5z23ExJT7A— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2023 Myndbandstæknin [VAR] átti að aðstoða dómara við að taka réttar ákvarðanir en miðað við fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið virðist VAR bara ætla að auka á vanlíðan allra þeirra sem fylgjast með deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira