Sænskir fjölmiðlar segja bílana hafa ekið úr gagnstæðri átt á vegi 184 þegar slysið varð. Bílstjóri vörubílsins slapp með lítil meiðsl og var hann með meðvitund þegar sjúkralið bar að garði.
Tilkynning um bílslysið barst um klukkan 16:30 að staðartíma í gær. Veginum var þá lokað og var hann fyrst opnaður á ný í morgun.
Rannsókn á slysinu er hafin en að sögn lögreglu voru hinir látnu allt karlmenn á aldrinum tuttugu til 45 ára.
Skara er að finna um 130 kílómetra norðaustur af Gautaborg.