Bio borgari var rekinn við Vesturgötu í Reykjavík í um fimm ár. Veitingastaðurinn markaði sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni í matinn.
Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að skiptum í þrotabúi Bio borgara hafi lokið í júlí í sumar. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.
Vífill Rútur Einarsson sagði í samtali við Vísi í maí í fyrra ætla að setja alla orkuna í lífræna ræktun á bóndabænum Syðra-Holti í Svarfaðardal ásamt eiginkonu sinni. Þau væru að elta drauminn sinn.