Finnum ástríðu okkar og þróum hana Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 23. ágúst 2023 13:00 Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun