Óskar Hrafn: Stærri leikur en nokkur annar hjá Breiðabliki í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 13:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson getur farið með Breiðablik í riðlakeppnina fyrst íslenskra félagsliða. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson fór yfir leik dagsins hjá Breiðabliki en liðið spilar þá fyrri leik sinn á móti Struga í baráttu um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira