Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 07:20 Rannsóknin bendir til þess að það getur borgað sig að fylgjast með þáttum á borð við blóðþrýsting og blóðsykur, jafnvel þótt maður finni ekki fyrir einkennum. Getty/Matthew Horwood Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem verður kynnt á ársfundi European Society of Cardiology. Þykja þær enn frekari sönnun alvarleika offituvandans sem steðjar að heimsbyggðinni. Samkvæmt umfjöllun Guardian er áætlað að allt að 31 prósent íbúa jarðar þjáist af efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome), jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur. Dr. Lena Lönneberg við Västmanland-sjúkrahúsið í Västerås í Svíþjóð fór fyrir rannsókninni og segir margt fólk á fimmtugs- og sextugsaldri vera með aukna kviðfitu og örlítið hækkuð blóðþrýstings-, kólesteról- og blóðsykursgildi. Líðan þeirra sé hins vegar almennt góð og það ómeðvitað um aukna áhættu, sem leiði til þess að viðkomandi einstaklingar leita sér ekki læknisaðstoðar. „Þetta ástand, efnaskiptavilla, er vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum þar sem fólk er óafvitandi að fresta vandamálum þar til seinna í lífinu. Þetta er glatað tækifæri til að grípa inn í, áður en hjartaáföll og heilablóðföll eiga sér stað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir,“ segir Lönneberg. Rannsóknin náði til 34 þúsund einstaklinga á fimmtugs- og sextugsaldri. Hækkaður blóðþrýstingur reyndist alvarlegasti áhættuþátturinn, ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldri. Sérfræðingar segja skilaboðin þau að fylgjast með umræddum gildum og grípa inn í. Þá sé hægt að grípa til alls konar forvarna, til að mynda að breyta matarræðinu, hreyfa sig reglulega og hætta reykingum. Ef lífstílsbreytingar dugi ekki til sé hægt að fá lyf til að draga úr áhættunni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Heilsa Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem verður kynnt á ársfundi European Society of Cardiology. Þykja þær enn frekari sönnun alvarleika offituvandans sem steðjar að heimsbyggðinni. Samkvæmt umfjöllun Guardian er áætlað að allt að 31 prósent íbúa jarðar þjáist af efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome), jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur. Dr. Lena Lönneberg við Västmanland-sjúkrahúsið í Västerås í Svíþjóð fór fyrir rannsókninni og segir margt fólk á fimmtugs- og sextugsaldri vera með aukna kviðfitu og örlítið hækkuð blóðþrýstings-, kólesteról- og blóðsykursgildi. Líðan þeirra sé hins vegar almennt góð og það ómeðvitað um aukna áhættu, sem leiði til þess að viðkomandi einstaklingar leita sér ekki læknisaðstoðar. „Þetta ástand, efnaskiptavilla, er vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum þar sem fólk er óafvitandi að fresta vandamálum þar til seinna í lífinu. Þetta er glatað tækifæri til að grípa inn í, áður en hjartaáföll og heilablóðföll eiga sér stað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir,“ segir Lönneberg. Rannsóknin náði til 34 þúsund einstaklinga á fimmtugs- og sextugsaldri. Hækkaður blóðþrýstingur reyndist alvarlegasti áhættuþátturinn, ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldri. Sérfræðingar segja skilaboðin þau að fylgjast með umræddum gildum og grípa inn í. Þá sé hægt að grípa til alls konar forvarna, til að mynda að breyta matarræðinu, hreyfa sig reglulega og hætta reykingum. Ef lífstílsbreytingar dugi ekki til sé hægt að fá lyf til að draga úr áhættunni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Heilsa Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira