Messi byrjaði á bekknum í nótt en það kom ekki að sök. Áhrifa hans gætir þó hann sé ekki á vellinum en lið Inter Miami hefur verið óstöðvandi síðan hann gekk til liðs við það. Deildarbikarinn kom í hús á dögunum og nú liggur leiðin bara upp á við í deildinni. 0-2 sigur gegn New York Red Bulls bættist í sarpinn í nótt.
Messi --> Cremaschi --> MESSI
— Major League Soccer (@MLS) August 27, 2023
OUT. OF. THIS. WORLD. pic.twitter.com/NzBKniNExm
Þá var Íslendingaslagur á dagskrá í nótt þegar Orlando City tók á móti St. Louis City. Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando og lagði upp fyrra mark liðsins en Orlando fór að lokum með sigur af hólmi, 2-1. Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum hjá St. Louis en lék allan seinni hálfleikinn.
Facundo Torres strikes first for @OrlandoCitySC.
— Major League Soccer (@MLS) August 27, 2023
Catch the rest of #VamosOrlando vs. St. Louis CITY SC on #MLSSeasonPass on @AppleTV: https://t.co/6hyRDWfDpH pic.twitter.com/8OXRbFuyGc