Árangur þeirra Emilíu og Garimu hefur verið sérstaklega eftirtektarverður, en þær eru báðar aðeins tólf ára gamlar. Á föstudaginn gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu keppni í tvíliðaleik þar sem þær lögðu heimastúlkur frá Lúxemborg í úrslitum og tryggðu Íslandi þar með sinn fyrsta titil á Smáþjóðaleikunum í tennis frá upphafi.
Emilía fylgdi sigrinum svo eftir í gær og vann sigur í einliðaleik einnig. Í úrslitum lagði hún Zoe-Cheyenne Heins frá Lúxemborg sem fyrirfram var talinn sigurstranglegasti keppandi mótsins. Zoe leiddi einvígi þeirra í byrjun og vann fyrsta settið 6-1 en Emilía kom sterk til baka sig í gang og vann næsta sett 7-5 eftir að hafa lent 1-4 undir. Lokasettið vann hún svo 6-2 eftir rúmlega tveggja og hálfs klukkutíma viðureign.
Tennissamband Íslands hefur gert mótinu góð skil í máli og myndum á Facebook-síðu sinni.