Töfrandi listakona, dauð gaupa og undarlegt samband systra, meðal mynda á RIFF Íris Hauksdóttir skrifar 28. ágúst 2023 17:19 Dagskráin á Kvikmyndahátíðinni RIFF er fjölbreytt í ár. Kvikmyndahátíðin Reykjavík film festival, eða RIFF, verður haldin í tuttugasta skiptið í ár og fer fram dagana 28. september til 8. október. Hátíðin hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda og því spennandi að sjá úrvalið í ár. Það er óhætt að segja fjölbreytt úrval prýði listann yfir þær heimildarmyndir sem verða til sýninga á hátíðinni en samkvæmt Ragnari Jóni Hrólfssyni upplýsingafulltrúa RIFF ættu áhugamenn ekki að láta hátíðina framhjá sér fara. „Myndirnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Að mínu mati tekst það vel til eins og undanfarin ár.“ Margverðlaunaðar heimildarmyndir Spurður hvaða myndir séu í persónulegu uppáhaldi nefnir Ragnar Jón heimildarmyndina Apolonia, Apolonia, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob. „Þessi mynd hlaut aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.“ Hér má sjá stiklu úr myndinni. „Þá hlaut kvikmyndin And the King Said, What a Fantastic Machine, sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni,“ segir Ragnar Jón og heldur áfram. „Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Einnig nefnir Ragnar Jón myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson. „Hún hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður.“ Hér má sjá stiklu. Ragnar Jón minnist líka á myndina Lynx Man eða Gaupumaðurinn sem segir frá Hannu sem býr einn á bóndabæ í Vestur-Finnlandi. „Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.“ Sjá stiklu. Að lokum nefnir Ragnar Jón myndina The Castle en hann ítrekar að listinn sé alls ekki tæmandi og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta dagskrá RIFF hér. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Það er óhætt að segja fjölbreytt úrval prýði listann yfir þær heimildarmyndir sem verða til sýninga á hátíðinni en samkvæmt Ragnari Jóni Hrólfssyni upplýsingafulltrúa RIFF ættu áhugamenn ekki að láta hátíðina framhjá sér fara. „Myndirnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Að mínu mati tekst það vel til eins og undanfarin ár.“ Margverðlaunaðar heimildarmyndir Spurður hvaða myndir séu í persónulegu uppáhaldi nefnir Ragnar Jón heimildarmyndina Apolonia, Apolonia, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob. „Þessi mynd hlaut aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.“ Hér má sjá stiklu úr myndinni. „Þá hlaut kvikmyndin And the King Said, What a Fantastic Machine, sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni,“ segir Ragnar Jón og heldur áfram. „Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Einnig nefnir Ragnar Jón myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson. „Hún hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður.“ Hér má sjá stiklu. Ragnar Jón minnist líka á myndina Lynx Man eða Gaupumaðurinn sem segir frá Hannu sem býr einn á bóndabæ í Vestur-Finnlandi. „Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.“ Sjá stiklu. Að lokum nefnir Ragnar Jón myndina The Castle en hann ítrekar að listinn sé alls ekki tæmandi og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta dagskrá RIFF hér.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira