Engar tilkynningar bárust Veðurstofu um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð.
„Nokkur virkni hefur verið í Mýrdalsjökli það sem af er þessu ári en síðast varð skjálfti af svipaðri stærðargráðu þann 23. júlí sl.
Frá áramótum hafa átján skjálftar mælst yfir 3 í Mýrdalsjökli, flestir í hrinunni þann 30. júní sl. Enginn órói fylgir þessum skjálftum,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni um skjálftavirknina.