Hinn nítján ára gamli Orri hefur verið að gera sig gildandi í aðalliði dönsku meistaranna og hefur á yfirstandandi tímabili spilað tíu leiki og skorað fjögur mörk.
Það var ljóst á svörum Age á blaðamannafundi í dag fyrir landsliðsverkefnið að hann hefur miklar mætur á framherjanum og líkti honum við eina björtustu von danska landsliðsins á sínum tíma.
„Ég hef séð marga leikmenn í gegnum árin, góða slúttara. Orri minnir mig á Kasper Dolberg þegar að ég var með hann hjá landsliði Danmerkur á sínum tíma. Hann er mikill markaskorari og frábær slúttari.“

Orri sé afar áhugaverður leikmaður.
Og við verðum að koma þessum ungu spennandi leikmönnum fyrir í A-landsliðinu. Þar læra þeir af reynslu eldri leikmanna. Þess vegna er Orri með okkur núna. Hann hefur verið að gera mjög vel með FC Kaupmannahöfn og mun verða enn betri en hann er í dag.“