Sameina svið hjá Icelandair Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 18:54 Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs. Icelandair Leiðakerfis-og sölusvið og þjónustu-og markaðssvið flugfélagsins Icelandair verða sameinuðu í eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á skipulagi félagsins með það að markmiði að bæta rekstrarárangur þess enn frekar. Kjarninn sé að sameina sviðin tvö í eitt öflugt svið sem fer með sölu, þjónustu, markaðsmál og stjórnun leiðakerfis félagsins, þar sem áframhaldandi áhersla á upplifun viðskiptavina verður í forgrunni, að því er segir í tilkynningu. Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri nýs sameinaðs sviðs og Sylvía Kristín Ólafsdóttir færist úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og tekur við af Jens Bjarnasyni sem framkvæmdastjóri rekstrar. Jens mun starfa áfram hjá félaginu sem ráðgjafi í stefnumótandi verkefnum og heyra beint undir forstjóra. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair að forsvarsmenn félagsins sjái mikil tækifæri á öllum mörkuðum sínum næstu misseri. Einföldun þessi á skipulagi sé liður í því að bæta rekstrarárangur félagsins á sama tíma og það vinni að metnaðarfullum áætlunum sínum. „Með sameinuðu tekju-, þjónustu- og markaðssviði munum við styrkja áherslu okkar enn frekar á upplifun viðskiptavina í allri okkar starfsemi ásamt því að halda áfram að stuðla að sterkri tekjumyndun. Tómas mun taka við sameinuðu sviði en hann hefur leitt tekjusvið félagsins, uppbyggingu leiðakerfisins og viðskiptaþróun á undanförnum árum,“ segir Bogi. „Sylvía mun taka við rekstrarsviði félagsins og nýtir þar breiðan bakgrunn úr flugrekstri, stjórnun leiðakerfis og við uppbyggingu þjónustuupplifunar sem hún hefur leitt síðustu 18 mánuði. Jens býr yfir áratuga reynslu úr flugiðnaði og hjá Icelandair og mun gegna mikilvægu hlutverki í stefnumótandi verkefnum, meðal annars við að tryggja innleiðingu Airbus flugvéla inn í flota Icelandair á næstu árum. Jens mun vinna með framkvæmdastjóra rekstrar á næstu mánuðum.“ Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Tómas hefur verið framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer) síðan 2021 og var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar á árunum 2019 til 2021, að því er segir í tilkynningu Icelandair. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu og MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög frá MIT Sloan School of Management í Boston sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sylvía hefur verið framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála frá 2022. Fyrir það starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía kom fyrst til starfa hjá Icelandair árið 2018 sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er stjórnarformaður Íslandssjóða. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Sjá meira
Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á skipulagi félagsins með það að markmiði að bæta rekstrarárangur þess enn frekar. Kjarninn sé að sameina sviðin tvö í eitt öflugt svið sem fer með sölu, þjónustu, markaðsmál og stjórnun leiðakerfis félagsins, þar sem áframhaldandi áhersla á upplifun viðskiptavina verður í forgrunni, að því er segir í tilkynningu. Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri nýs sameinaðs sviðs og Sylvía Kristín Ólafsdóttir færist úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og tekur við af Jens Bjarnasyni sem framkvæmdastjóri rekstrar. Jens mun starfa áfram hjá félaginu sem ráðgjafi í stefnumótandi verkefnum og heyra beint undir forstjóra. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair að forsvarsmenn félagsins sjái mikil tækifæri á öllum mörkuðum sínum næstu misseri. Einföldun þessi á skipulagi sé liður í því að bæta rekstrarárangur félagsins á sama tíma og það vinni að metnaðarfullum áætlunum sínum. „Með sameinuðu tekju-, þjónustu- og markaðssviði munum við styrkja áherslu okkar enn frekar á upplifun viðskiptavina í allri okkar starfsemi ásamt því að halda áfram að stuðla að sterkri tekjumyndun. Tómas mun taka við sameinuðu sviði en hann hefur leitt tekjusvið félagsins, uppbyggingu leiðakerfisins og viðskiptaþróun á undanförnum árum,“ segir Bogi. „Sylvía mun taka við rekstrarsviði félagsins og nýtir þar breiðan bakgrunn úr flugrekstri, stjórnun leiðakerfis og við uppbyggingu þjónustuupplifunar sem hún hefur leitt síðustu 18 mánuði. Jens býr yfir áratuga reynslu úr flugiðnaði og hjá Icelandair og mun gegna mikilvægu hlutverki í stefnumótandi verkefnum, meðal annars við að tryggja innleiðingu Airbus flugvéla inn í flota Icelandair á næstu árum. Jens mun vinna með framkvæmdastjóra rekstrar á næstu mánuðum.“ Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Tómas hefur verið framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer) síðan 2021 og var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar á árunum 2019 til 2021, að því er segir í tilkynningu Icelandair. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu og MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög frá MIT Sloan School of Management í Boston sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sylvía hefur verið framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála frá 2022. Fyrir það starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía kom fyrst til starfa hjá Icelandair árið 2018 sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er stjórnarformaður Íslandssjóða.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf