Facebook bannar ekki forseta sem hótaði andstæðingum ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 11:42 Hun Sen, fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu, hætti á Facebook þegar ráðgjafarnefnd vildi banna hann fyrir ofbeldishótanir. AP/Heng Sinith Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff. Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar.
Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira