Fram kemur að Katrín Helga hafi fjölbreytta reynslu á sviði lögfræði, úr atvinnulífinu og af opinberri stjórnsýslu. Frá árinu 2000 til 2014 starfaði hún í lögmennsku, einkum á sviði fjármála- og fyrirtækjalögfræði og var meðeigandi á lögmannsstofunni BBA Legal.
Frá 2013 til 2018 starfaði Katrín við kennslu á Bifröst meðal annars á sviði kröfuréttar og í stjórnarháttum fyrirtækja. Katrín kemur til Samorku frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þar sem hún var starfandi framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur síðastliðin tvö ár.
Tekið er fram að samhliða föstum störfum hafi Katrín Helga setið í fstjórnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.