Reynir að blása lífi í kornsamkomulag á fundi með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 08:49 Erdogan (t.v.) og Pútín á fundi í Sotsjí árið 2021. Þeir hittast á sama stað í dag. AP//Vladímír Smirnov/Spútnik Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar að freista þess að sannfæra Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að endurlífga samkomulag um kornútflutning frá Úkraínu um Svartahaf þegar þeir hittast í dag. Rússar réðust á úkraínska kornflutningahöfn í morgun. Sameinuðu þjóðirnar og Erdogan höfðu milligöngu um samkomulag á sem gerðu Úkraínumönnum kleift að flytja korn og annan varning út frá þremur höfnum við Svartahaf þrátt fyrir stríðið í fyrra. Markmiðið var að forða matvælaskorti í ríkjum Afríku, Miðausturlanda og Asíu sem eru háð korni frá Úkraínu og Rússlandi. Pútín neitaði að framlengja samkomulagið í júlí. Síðan þá hafa Rússar ráðist ítrekað á hafnir og innviði sem tengjast kornútflutningi Úkraínumanna. Síðast í morgun sagðist úkraínski flugherinn hafa stöðvað 23 af 32 rússneskum drónum sem réðust á Odesa og Dnipropetrovsk-héruð. Reuters-fréttastofan segir að vöruhús og verksmiðjur hafi skemmst og kviknaði hafi í íbúðarbyggingum þegar brak úr drónunum hrapaði. Pútín og Erdogan funda í Sotsjí við Svartahaf þar sem Rússlandsforseti á setur í dag. Samband þeirra er sagt gott þrátt fyrir að Erdogan hafi reitt Rússa til reiði með því að leyfa fimm úkraínskum herforingjum að snúa heim í sumar. Rússar tóku þá til fanga en samþykktu að afhenda þá Tyrkjum með því skilyrði að þeir yrðu þar á meðan stríðið geisaði enn. Utanríkisráðherrar ríkjanna undirbjuggu jarðveginn fyrir fundinn á fimmtudag. Rússar eru þar sagði hafa lagt fram kröfur á hendur vestrænum ríkjum sem eru skilyrði þeirra fyrir því að kornflutningar geti haldið áfram um Svartahaf. Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar og Erdogan höfðu milligöngu um samkomulag á sem gerðu Úkraínumönnum kleift að flytja korn og annan varning út frá þremur höfnum við Svartahaf þrátt fyrir stríðið í fyrra. Markmiðið var að forða matvælaskorti í ríkjum Afríku, Miðausturlanda og Asíu sem eru háð korni frá Úkraínu og Rússlandi. Pútín neitaði að framlengja samkomulagið í júlí. Síðan þá hafa Rússar ráðist ítrekað á hafnir og innviði sem tengjast kornútflutningi Úkraínumanna. Síðast í morgun sagðist úkraínski flugherinn hafa stöðvað 23 af 32 rússneskum drónum sem réðust á Odesa og Dnipropetrovsk-héruð. Reuters-fréttastofan segir að vöruhús og verksmiðjur hafi skemmst og kviknaði hafi í íbúðarbyggingum þegar brak úr drónunum hrapaði. Pútín og Erdogan funda í Sotsjí við Svartahaf þar sem Rússlandsforseti á setur í dag. Samband þeirra er sagt gott þrátt fyrir að Erdogan hafi reitt Rússa til reiði með því að leyfa fimm úkraínskum herforingjum að snúa heim í sumar. Rússar tóku þá til fanga en samþykktu að afhenda þá Tyrkjum með því skilyrði að þeir yrðu þar á meðan stríðið geisaði enn. Utanríkisráðherrar ríkjanna undirbjuggu jarðveginn fyrir fundinn á fimmtudag. Rússar eru þar sagði hafa lagt fram kröfur á hendur vestrænum ríkjum sem eru skilyrði þeirra fyrir því að kornflutningar geti haldið áfram um Svartahaf.
Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24
Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01